Skúrinn of hár fyrir brúna

Frá óhappinu sem varð í morgun.
Frá óhappinu sem varð í morgun. Ljósmynd/Björgvin Hilmarsson

Vinnuskúr féll af palli gámabíls á Viðarhöfða í morgun þegar bíllinn var á leið undir brú við Vesturlandsveg.

Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var vinnuskúrinn of hár til að komast undir brúna og rakst hann því þar upp undir.

Tveir skúrar voru á pallinum og stóð annar þar áfram. 

Lögreglan fékk tilkynningu um óhappið klukkan 9.42 í morgun og tók í framhaldinu skýrslu af ökumanni bílsins. Hann slapp ómeiddur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka