Líkur á niðurrifi á húsi OR hafa aukist

Höfuðstöðvar Orkuveitunnar. Málið varðar vesturhús byggingarinnar.
Höfuðstöðvar Orkuveitunnar. Málið varðar vesturhús byggingarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sú leið að gera við veggi vesturhúss höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur (OR) verður líklega ekki farin. Líkur á niðurrifi virðast því hafa aukist.

Þetta má ráða af svari OR við fyrirspurn borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina. Fyrirspurnin var lögð fram 7. september og barst borgarráði svar frá Orkuveitunni 13. september, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Niðurstaða ráðgjafa OR er samhljóma. Þar sem um alvarlega galla í veggjum vesturhúss er að ræða er ekki talið ráðlegt að lagfæra þá. Svipuð niðurstaða hefði líklega fengist þótt sú umfangsmikla skoðun á veggjum sem nú er að baki hefði verið gerð sama ár og húsið var tekið í notkun,“ segir í svari OR.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka