Ekki verið yfirheyrður um helgina

Konan bjó á Hagamel en annar mannanna bjó einnig í …
Konan bjó á Hagamel en annar mannanna bjó einnig í sama húsi. mbl.is/Golli

Er­lend­ur karl­maður á fer­tugs­aldri sem grunaður er um að hafa veitt konu á fimm­tugs­aldri áverka á Haga­mel á fimmtu­dags­kvöld, sem leiddu til dauða henn­ar, hef­ur ekki verið yf­ir­heyrður um helg­ina. Grím­ur Gríms­son yf­ir­lög­regluþjónn vill ekki gefa upp hvort játn­ing liggi fyr­ir í mál­inu, en farið var fram á viku­langt gæslu­v­arðhald yfir mann­in­um á föstu­dag.

Gert er ráð fyr­ir því að end­an­leg niðurstaða um dánar­or­sök kon­unn­ar muni liggja fyr­ir eft­ir krufn­ingu, sem fer fram á morg­un. Talið er að ein­hvers kon­ar vopni eða áhaldi hafi verið beitt við árás­ina, en Grím­ur vill ekki gefa upp hvers kyns vopnið sé.

Komið hef­ur fram að kon­an og maður­inn hafi átt í stuttu per­sónu­legu sam­bandi. Kon­an er er­lend­ur rík­is­borg­ari, en Grím­ur seg­ir að unnið sé að því í sam­starfi við yf­ir­völd í henn­ar heimalandi að hafa sam­band við ætt­ingja henn­ar.

Lögreglan á vettvangi morðs á Hagamelnum.
Lög­regl­an á vett­vangi morðs á Haga­meln­um. mbl.is/​Golli

Ekki tek­in ákvörðun um áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald

Ekki hef­ur verið tek­in ákvörðun um það hvort farið verður fram á áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald yfir mann­in­um, en hann var á föstu­dag úr­sk­urðaður í viku­langt gæslu­v­arðhald. Grím­ur seg­ir að það muni skýr­ast síðar í vik­unni hvort kraf­ist verði áfram­hald­andi varðhalds yfir mann­in­um.

Spurður um það hvort maður­inn hafi játað sök vill Grím­ur ekki gefa það upp. „Við höf­um yf­ir­heyrt og við höf­um ekki gefið upp hvað hef­ur komið fram í yf­ir­heyrsl­um,“ seg­ir hann.

Grím­ur seg­ir hins veg­ar að maður­inn hafi ekki verið yf­ir­heyrður um helg­ina. „Við höf­um bara verið í öðru hvað þetta mál varðar,“ seg­ir hann. Spurður um hvað fel­ist í því seg­ir hann það vera að safna gögn­um og sinna rann­sókn máls­ins að öðru leyti.

Maður­inn var hand­tek­inn á Haga­mel á fimmtu­dags­kvöld eft­ir að lög­reglu barst til­kynn­ing vegna mik­illa láta úr íbúðinni. Lög­regla og sér­sveit mætti á vett­vang stuttu síðar og var kon­an sam­stund­is flutt af vett­vangi í sjúkra­bíl, en hún lést af völd­um áverka sinna.

Hinn grunaði og Íslend­ing­ur á þrítugs­aldri voru hand­tekn­ir í tengsl­um við rann­sókn máls­ins. Þeir voru á vett­vangi þegar lög­regla mætti á Haga­mel í gær. Ekki var farið fram á varðhald yfir Íslend­ingn­um, en hann er ekki tal­in tengj­ast mann­dráp­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert