„Þetta er aftur orðið gaman“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/RAX

„Þetta er búið að eiga sér lang­an aðdrag­anda en það má segja að það sem hafi ráðið úr­slit­um hafi verið þegar maður sá að mönn­um sem eru núna ráðandi í flokkn­um væri það mikið í mun að losna við mig að þeir væru til­bún­ir að fórna öðrum þing­kosn­ing­un­um í röð fyr­ir það,“ seg­ir Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og for­sæt­is­ráðherra, um þá ákvörðun sína að ganga úr flokkn­um. Vinn­ur hann nú að stofn­un nýs stjórn­mála­afls sem mun bjóða fram í kom­andi alþing­is­kosn­ing­um í næsta mánuði, og hyggst Sig­mund­ur sjálf­ur sækj­ast eft­ir þing­sæti.

Mark­miðið um að koma hon­um frá „öll­um öðrum mark­miðum yf­ir­sterk­ara“

Bend­ir Sig­mund­ur á að fyr­ir ári hafi Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fengið verstu út­reið í hundrað ára sögu sinni. „Það að þessi hóp­ur hafi núna ætlað sér að efna til átaka næstu vik­urn­ar þegar flokk­ur­inn stend­ur veikt gaf mér til kynna að mark­miðið um að koma mér og öðrum frá væri öll­um öðrum mark­miðum yf­ir­sterk­ara hjá þess­um hópi,“ seg­ir Sig­mund­ur og bæt­ir við að hann hafi því þurft að spyrja sig til hvers hann væri að berj­ast fyr­ir því að vinna með fólki sem vildi fyrst og fremst losna við hann. „Það er ekk­ert voðal­ega skemmti­legt til lengd­ar og ekki lík­legt til ár­ang­urs,“ seg­ir hann.

Spurður um það hvaða fólk inn­an flokks­ins Sig­mund­ur á við seg­ir hann að það sé „fólkið sem end­ur­heimti völd­in yfir flokkn­um á flokksþing­inu síðast, svipaður hóp­ur og réði för í flokkn­um fyr­ir ára­tug, í kring­um kosn­ing­arn­ar 2007.“

Ekki skemmti­legt í Fram­sókn­ar­flokkn­um að und­an­förnu

Sig­mund­ur kveðst því frek­ar hafa viljað byggja upp eitt­hvað nýtt, þó á grunni þess sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn vann að á ár­un­um 2009-2016. „Það er mik­il­vægt að hafa stað til að vinna áfram á þeim nót­um sem við unn­um árin 2009 til 2016, og líka hafa gam­an af starf­inu, en það hef­ur ekki verið neitt sér­stak­lega skemmti­legt í Fram­sókn­ar­flokkn­um að und­an­förnu,“ seg­ir Sig­mund­ur og bæt­ir við að tölu­vert marg­ir hafi hvatt hann til að fara í þessa átt all­lengi. 

Eins og greint var frá fyrr í kvöld hef­ur Sveinn Hjört­ur Guðfinns­son, sem var formaður Fram­sókn­ar­fé­lags Reykja­vík­ur þar til í dag, sagt sig úr flokkn­um, en hann er stuðnings­maður Sig­mund­ar Davíðs. Spurður út í það hvort hann viti um fleiri sem hyggj­ast ganga úr flokkn­um svar­ar Sig­mund­ur ját­andi. „Ég sé til dæm­is að formaður Fram­sókn­ar­fé­lags Þing­ey­inga er bú­inn að segja sig úr flokkn­um og ég á frek­ar von á að slík­um til­kynn­ing­um muni fjölga,“ seg­ir Sig­mund­ur.

Þá seg­ist hann ætla að flest­ir Fram­sókn­ar­menn séu mjög ósátt­ir við at­b­urðarás síðastliðins eins og hálfs árs. Það sé þó ekki þar með sagt að þeir muni all­ir ganga úr flokkn­um.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Björn Ingi Hrafnsson.
Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son og Björn Ingi Hrafns­son. Eva Björk Ægis­dótt­ir

Ýmsir hóp­ar að skoða þessi mál

Eins og greint hef­ur verið frá hef­ur Björn Ingi Hrafns­son, fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík, boðað stofn­un nýs flokks, Sam­vinnu­flokks­ins. En er um sama stjórn­mála­afl að ræða og Sig­mund­ur Davíð hef­ur boðað stofn­un á?

„Það eru marg­ir hóp­ar bún­ir að vera að skoða þessa hluti og það má segja að hóp­ur­inn sem var að starfa í Fram­fara­fé­lag­inu hafi unnið tölu­vert mikla vinnu með það í huga að til þessa gæti komið, sér­stak­lega eft­ir að varð ljóst í hvað stefndi með mig, þá fóru menn á fullt þar,“ seg­ir Sig­mund­ur. „Svo hef ég séð að Björn Ingi er að tala fyr­ir því að það vanti borg­ara­lega sinnaða hreyf­ingu í stjórn­mál­in og það er allt satt og rétt hjá hon­um – en þetta eru ýms­ir hóp­ar sem eru að spá í þessi mál greini­lega núna.“

En það er þá ekki úti­lokað að þess­ir hóp­ar renni sam­an á ein­hvern hátt, eða hvað? „Ég hef haft þá sýn að vera til­bú­inn að vinna með hverj­um sem er til­bú­inn að fara í þessi mál á þeim for­send­um sem þetta snýst um, það er að segja að vera í póli­tík á grund­velli mál­efna, að vinna að rót­tæk­um um­bót­um og vera með rót­tækt um­bóta­afl og flokk sem er til­bú­inn að fara gegn kerf­inu, treyst­ir sér til að standa vörð um það sem er rétt – líka þegar það er erfitt,“ seg­ir Sig­mund­ur. „Þeir sem hafa sam­bæri­lega sýn og ég á póli­tík eru von­andi ein­hverj­ir, og von­andi sem flest­ir, til í að taka þátt í þessu með mér.“

Mun ganga upp inn­an tíma­mark­anna

Sig­mund­ur seg­ir mark­miðið vera að bjóða fram í kom­andi þing­kosn­ing­um, og hann muni sjálf­ur sækj­ast eft­ir þing­sæti fyr­ir hönd hins nýja flokks. Spurður um það hvort hann telji fimm vik­ur nægi­lega lang­an tíma til að koma hinum nýja flokk á kopp­inn seg­ir hann: „Þetta er auðvitað knapp­ur tími en það er það mik­ill fjöldi fólks bú­inn að hvetja til þess og bjóðast til þess að vinna að því að skipu­leggja vinnu þessa hóps að það verður hægt að klára þetta inn­an þessa tíma.“

Er mik­il spenna hjá þér fyr­ir fram­hald­inu? „Já, þetta er aft­ur orðið gam­an,“ seg­ir Sig­mund­ur glaður í bragði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert