„Lengi getur vont versnað“

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Golli

Í gróf­um drátt­um má segja að tvær leiðir hafi verið fær­ar. Ann­ars veg­ar að tak­marka mála­fjöld­ann sem mest, og ljúka þing­inu á 1-2 dög­um. Hins veg­ar að setja þing­fund og hefja vinnu við þessi helstu mál og bæta svo við stjórn­ar­skrá og eft­ir at­vik­um öðru sem þing­menn vildu ræða.“

Þetta skrif­ar Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra á Face­book-síðu sína nú í kvöld eft­ir fund formanna flokka á Alþingi í dag. Hann bæt­ir því við að sam­komu­lag hafi náðst um hið fyrr­nefnda milli allra flokka utan Pírata og Sam­fylk­ing­ar.

Við mun­um sam­kvæmt þessu fella upp­reist æru úr hegn­ing­ar­lög­um. Breyt­ing­ar á laga­ákvæðum sem varða hæl­is­leit­end­ur koma á dag­skrá. Önnur mál varða kosn­ing­ar eða forms­atriði,“ skrif­ar Bjarni.

Nokkr­ir þing­menn fóru mik­inn

Hann seg­ir nokkra þing­menn fara mik­inn í kvöld vegna þess að breyt­ing­ar á stjórn­ar­skránni eru ekki hluti sam­komu­lags­ins. „Þannig seg­ir Smári McCart­hy sem ný­lega var í frétt­um fyr­ir rætn­ar sam­lík­ing­ar við mál Jimmy Sa­vile, að ég hafi með aðkomu minni að þingloka­samn­ing­um hótað „að ógna lífi barna og neita þolend­um kyn­ferðisof­beld­is um rétt­læti, ef ekki yrði fallið frá mjög eðli­legri kröfu um lýðræðisúr­bæt­ur“,“ skrif­ar Bjarni og spyr hvort ekki sé komið ágætt af svona löguðu.

Hvað eiga svona skrif að þýða? Er þetta fram­lag til bættr­ar þjóðfé­lagsum­ræðu – leiðin til að end­ur­heimta traust á stjórn­mál­um?“ spyr Bjarni og bæt­ir við að niðurstaða lang­flestra þing­flokka hafi verið að ljúka þingi með fáum mál­um og láta stjórn­ar­skrána bíða.

Fyr­ir nokkr­um dög­um lagði ég fram til­lögu að verklagi við breyt­ing­arn­ar sem all­ir for­menn tóku nokkuð vel í á formanna­fundi. Pírat­ar höfðu mest­an fyr­ir­vara og kröfðust þess á næsta fundi að breyt­ing á breyt­inga­ákvæði stjórn­ar­skrár­inn­ar næði fram að ganga,“ skrif­ar for­sæt­is­ráðherra og bæt­ir við að fyr­ir­var­ar Pírata hafi orðið til þess að ekk­ert varð úr sam­komu­lag­inu.

Það er mín skoðun að ef hrófla á við ein­hverju í stjórn­ar­skránni skuli vandað til verka, gef­inn tími til um­sagna og nefndameðferðar. Er það svo að þeir sem fara fram á vandað verklag við breyt­ing­ar á stjórn­ar­skrá verðskuldi ásak­an­ir að skeyta engu um líf barna eða fá­læti vegna kyn­ferðis­brota? Ég hélt við hefðum fundið botn­inn í umræðu um þau mál í síðustu viku, en lengi get­ur vont versnað.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert