RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi bætur

Guðmundur krafði frétta­stjóra og þrjá nú­ver­andi og fyrr­ver­andi frétta­menn RÚV …
Guðmundur krafði frétta­stjóra og þrjá nú­ver­andi og fyrr­ver­andi frétta­menn RÚV um samtals 10 millj­ón­ir í miska­bæt­ur vegna meiðyrða. mbl.is/Eggert

Ríkisútvarpið og Guðmundur Spartakus Ómarsson hafa komist að samkomulag um málalok vegna málshöfðunar Guðmundar á hendur Ríkisútvarpinu og þrjá nú­ver­andi og fyrr­ver­andi frétta­menn RÚV og út­varps­stjóra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vilhjálmi Vilhjálmssyni, lögmanni Guðmundar.

„Samkomulagið felur í sér að Guðmundur fær greiddan málskostnað og miskabætur, en telst að öðru leyti trúnaðarmál,“ segir í tilkynningunni.

„Þetta er trúnaðarmál og það er hluti af sáttinni að menn muni ekki upplýsa um meira en það sem fram kemur í þessari fréttatilkynningu,“ segir Vilhjálmur í samtali við mbl.is.

Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, sagðist ekki geta tjáð sig um málið í samtali við mbl.is. 

Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur 11. september og var höfðað „til ómerk­ing­ar á ærumeiðandi um­mæl­um og greiðslu miska­bóta vegna ít­rekaðra ærumeiðinga og brota á friðhelgi einka­lífs stefn­anda, í frétt­um sem birt­ar voru í fjöl­miðlum stefnda, RÚV ohf., 14. janú­ar til 20. maí  2016,“ líkt og seg­ir í stefn­unni. Nú er ljóst að aðalmeðferð málsins fer ekki fram. 

Ummælin sem um ræðir tengjast sjö fréttum þar sem haft var eft­ir parag­væska dag­blaðinu ABC og blaðamanni þess að Guðmund­ur væri tal­inn valda­mik­ill fíkni­efna­smygl­ari þar í landi. Í stefnunni var kraf­ist að sam­tals 28 um­mæli yrðu dæmd dauð og ómerk.

Ríkisútvarpið þarf ekki að biðjast afsökunar á þeim ummælum sem um ræðir og þarf þar að auki ekki að draga þær til baka eða leiðrétta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert