Þurfum að hætta að breyta nemendum

Edda Óskarsdóttir skrifaði um nám án aðgreiningar í doktorsritgerð sinni.
Edda Óskarsdóttir skrifaði um nám án aðgreiningar í doktorsritgerð sinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það geng­ur ekki að við séum að byggja upp tvö ólík skóla­kerfi, ann­ars veg­ar al­mennt skóla­kerfi og hins veg­ar sér­kennslu. Við þurf­um að byggja skól­ann upp sem heild,“ seg­ir Edda Óskars­dótt­ir. Þetta kem­ur fram í doktors­rit­gerð henn­ar um nám án aðgrein­ing­ar sem hún varði ný­lega við menntavís­inda­svið Há­skóla Íslands. Rit­gerðin nefn­ist Skipu­lag stuðnings í skóla án aðgrein­ing­ar: fag­leg sjálfsrýni.  

Edda bend­ir á að hverj­um bekk til­heyri fjöl­breytt­ur hóp­ur nem­enda og til að nám og kennsla gangi upp þarf virkt sam­starf milli kenn­ara og þeirra sem eru með meiri sérþekk­ingu t.d. á sér­kennslu til að gera nem­end­um kleift að ná ár­angri í skól­an­um. Þetta sam­starf þarf ekki endi­lega að vera byggt á því að taka nem­andann út úr kennslu­stof­unni held­ur þarf að skipu­leggja kennsl­una með þeim hætti að nem­end­ur geti valið náms­efni og námsaðferðir sem höfða til þeirra. „Í stað þess að kenn­ar­ar skipu­leggi eina leið fyr­ir meiri­hluta nem­enda og eitt­hvað annað fyr­ir rest­ina, þarf að hafa kennsl­una eins og hlaðborð þar sem all­ir geti fundið eitt­hvað við sitt hæfi,“ seg­ir Edda.

Þarf að bæta umræðuna um nám án aðgrein­ing­ar

Í umræðunni um skóla án aðgrein­ing­ar gæt­ir mis­skiln­ings, að mati Eddu. Í rann­sókn­um sín­um komst hún að því ólík­ur skiln­ing­ur er lagður í hug­takið nám á aðgrein­ing­ar bæði milli starfs­fólks og einnig for­eldra og nem­enda. Lít­il umræða um skóla án aðgrein­ing­ar hef­ur farið fram inn­an veggja skól­anna og hvað stefn­an þýðir fyr­ir starf kenn­ara og skipu­lag skóla, að mati Eddu.

Þess­ar niður­stöður Eddu eru sam­hljóma út­tekt­ar Evr­ópumiðstöðvar um nám án aðgrein­ing­ar á öll­um stig­um ís­lenska skóla­kerf­is­ins, þ.e.a.s. á leik-, grunn- og fram­halds­skóla­stigi, sem var unn­in að ósk mennta­málaráðuneyt­is­ins. Í henni kom meðal ann­ars fram að skil­greina þarf bet­ur hug­takið skóla án aðgrein­ing­ar.  

Inn­leiðing skóla án aðgrein­ing­ar hef­ur tals­vert verið gagn­rýnd. „Mér hef­ur fund­ist umræðan um stefnu um skóla án aðgrein­ing­ar oft hafa verið á þá leið að allt sem miður fer í skól­um væri hægt að hengja á stefn­una en það er ekki þannig. Ég hef séð til margra kenn­ara sem leysa þetta vel en þeirra starf fer ekki hátt,“ seg­ir Edda. Hún tek­ur fram að vissu­lega megi margt bet­ur fara en inn­leiðing­ar­ferlið taki tíma og all­ir þurfa að vera vak­andi yfir því hvort ákv­arðanir og stefn­ur sem tekn­ar eru séu í takt við hug­mynda­fræðina.  

Sam­ræmd­ur hugs­un­ar­hátt­ur ríkj­andi í mennta­kerf­inu

Skóli án aðgrein­ing­ar er byggður hug­mynd­um um jafn­ræði og rétt­læti en ekki á því að all­ir séu á sama stað á sama tíma að gera það sama. Stund­um hent­ar nem­anda að vera með sam­nem­end­um í bekkn­um að vinna verk­efni, stund­um hent­ar að fara annað í minni hóp. „Þetta snýst líka um að það er ekki alltaf sami nem­andinn sem þarf að fara eitt­hvert annað og sú ákvörðun á ekki alltaf að koma utan frá held­ur á nem­andinn að hafa þar ákvörðun­ar­rétt,“ seg­ir Edda.

Í þessu sam­hengi bend­ir hún á að sam­ræmd hugs­un sé ríkj­andi í skóla­kerf­inu og nefn­ir sam­ræmd próf í grunn­skól­um máli sínu til stuðnings. Hún seg­ir að þau stríði í raun gegn þeim áhersl­um aðal­nám­skrár grunn­skól­anna að út­skrifa fólk sem býr yfir ákveðinni hæfni, lyk­il­hæfni sem er byggð á grunnþátt­um mennt­un­ar. Hæfn­inni er skipt niður í fimm liði eins og t.d. að geta tjáð hugs­an­ir sín­ar, borið ábyrgð á námi sínu o.fl.   

„Það er gert ráð fyr­ir að við út­skrif­um hæft fólk. Kennsl­an á ekki að ganga út á að fylla fólk af staðreynd­um. Heim­ur­inn er öðru­vísi. Við erum með alls kon­ar nem­end­ur í skól­an­um með fjöl­breytt­an og ólík­an bak­grunn, sum­ir eru tví­tyngd­ir eða kunna fleiri tungu­mál. Nem­end­ur búa yfir ólíkri hæfni og áhuga­svið þeirra eru mis­jöfn. Við þurf­um að aðlaga skóla­kerfið að nem­end­um í stað þess að reyna stöðugt að breyta þeim.“

Edda er sannfærð um að nám án aðgreiningar sé gott …
Edda er sann­færð um að nám án aðgrein­ing­ar sé gott fyr­ir nem­end­ur og skóla­kerfið í heild. mbl.is/Þ​órður Arn­ar Þórðar­son

Þurf­um að búa til lær­dóms­um­hverfi

Edda hef­ur enn staðfast­ari trú á stefn­unni um skóla án aðgrein­ing­ar eft­ir að hafa lokið við doktors­rit­gerðina en áður en hún byrjaði. Edda er sér­kenn­ari að mennt og starfaði sem kenn­ari, sér­kenn­ari og deild­ar­stjóri stoðþjón­ustu frá 1993 til 2014. Hún taldi upp­haf­lega mik­il­vægt að standa vörð um stoðþjón­ust­una en vill nú leggja rík­ari áherslu á sam­starf milli kenn­ara og sér­kenn­ara og ábyrgð þeirra gagn­vart nem­end­um.

„Við þurf­um að styðja bet­ur við kenn­ara og búa til lær­dóms­um­hverfi þar sem sér­kenn­ar­ar og kenn­ar­ar nýta og deila bet­ur þekk­ingu sinni sín á milli,“ seg­ir Edda. Hún er bjart­sýn á framtíðina og tel­ur að við séum á réttri leið en það megi ekki sofna á verðinum held­ur halda áfram. 

Hún er sann­færð um að nám án aðgrein­ing­ar sé gott fyr­ir nem­end­ur og skóla­kerfið í heild sinni, og sé í raun eina færa leiðin áfram ef við vilj­um búa í sam­fé­lagi sem er án aðgrein­ing­ar. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert