„Þvert á það sem fram kemur í frétt Morgunblaðsins hafa Samtök iðnaðarins staðið vörð um fagmennsku og gætt hagsmuna iðnmeistara með því að gera yfirvöldum grein fyrir þeim sem bjóða fram þjónustu án tilskilinna réttinda.“
Þetta segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarsins, í Morgunblaðinu í dag, er leitað var viðbragða hans, við harðri gagnrýni tveggja iðnmeistara á stefnu hins opinbera og hagsmunasamtaka atvinnulífsins í málefnum iðnmenntunar í blaðinu.
„SI eru stór og breið samtök sem vinna að hagsmunum félagsmanna m.a. í menntamálum. Líkt og fram hefur komið í greinaskrifum fulltrúa meistarafélaga sem starfa innan SI eru áherslur samtakanna í samræmi við vilja þeirra félaga þó andstæð sjónarmið hafi vissulega heyrst. Við fögnum öllum tillögum sem fram koma varðandi mögulegar úrbætur og framþróun í þá átt að fjölga iðnnemum,“ bætir Sigurður við.