Skapi hættu á mansali

Flóttamenn við komuna til landsins.
Flóttamenn við komuna til landsins. mbl.is/Styrmir Kári

Tek­ist var á um ný út­lend­inga­lög á Alþingi í gær. Lög­un­um er lýst sem bráðabirgðalausn sem koma muni stúlk­un­um Hanyie og Mary og fleiri börn­um til hjálp­ar. Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­málaráðherra var ósátt við frum­varpið.

„Þetta frum­varp ger­ir ráð fyr­ir því að börn sem eru á land­inu fái sérmeðferð. Það hef­ur aldrei verið til­gang­ur lög­gjaf­ans með út­lend­inga­lög­um, fram­kvæmd­in er hvergi þannig í lönd­un­um í kring­um okk­ur og þetta er ekki eins og það verklag sem menn hafa sam­mælst um á Schengen-svæðinu. Ef þetta er samþykkt og það spyrst út að hér sé lög­gjöf sem sé sér­sam­in fyr­ir fólk með börn þá hafa vaknað spurn­ing­ar hjá mér og fleiri fagaðilum um hvort það skapi raun­veru­lega hættu á man­sali. Að hingað komi fólk með börn og fái sérmeðferð,“ sagði hún við Morg­un­blaðið í gær.

Eru dæmi sem benda til þess að þetta sé áhyggju­efni? „Við höf­um dæmi um að hingað hafi komið fólk, um­sækj­end­ur um hæli, með barn sem það ekki átti,“ seg­ir Sig­ríður. Hún kveðst ekki geta upp­lýst um af­drif barns­ins í þessu til­viki.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert