Skapi hættu á mansali

Flóttamenn við komuna til landsins.
Flóttamenn við komuna til landsins. mbl.is/Styrmir Kári

Tekist var á um ný útlendingalög á Alþingi í gær. Lögunum er lýst sem bráðabirgðalausn sem koma muni stúlkunum Hanyie og Mary og fleiri börnum til hjálpar. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra var ósátt við frumvarpið.

„Þetta frumvarp gerir ráð fyrir því að börn sem eru á landinu fái sérmeðferð. Það hefur aldrei verið tilgangur löggjafans með útlendingalögum, framkvæmdin er hvergi þannig í löndunum í kringum okkur og þetta er ekki eins og það verklag sem menn hafa sammælst um á Schengen-svæðinu. Ef þetta er samþykkt og það spyrst út að hér sé löggjöf sem sé sérsamin fyrir fólk með börn þá hafa vaknað spurningar hjá mér og fleiri fagaðilum um hvort það skapi raunverulega hættu á mansali. Að hingað komi fólk með börn og fái sérmeðferð,“ sagði hún við Morgunblaðið í gær.

Eru dæmi sem benda til þess að þetta sé áhyggjuefni? „Við höfum dæmi um að hingað hafi komið fólk, umsækjendur um hæli, með barn sem það ekki átti,“ segir Sigríður. Hún kveðst ekki geta upplýst um afdrif barnsins í þessu tilviki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert