Voru líklega rétt sýknaðir

Hæstiréttur.
Hæstiréttur. mbl.is/Árni Sæberg

„Í þessum málum eins og öðrum er það metið hvort ákærði hafi ranglega verið sýknaður og þar með hverjar líkurnar séu á að Hæstiréttur komist að annarri niðurstöðu.“

Þannig segir m.a.  í svari frá embætti ríkissaksóknara í Morgunblaðinu í dag við fyrirspurn um hvers vegna sýknudómum í málum ákæruvaldsins gegn Pétri Gunnlaugssyni og Jóni Vali Jenssyni hafi ekki verið áfrýjað til Hæstaréttar.

Pétur hafði verið ákærður á grundvelli gr. 233 a í almennum hegningarlögum vegna ummæla sem innhringjendur í útvarpsþátt sem hann stjórnar höfðu viðhaft í beinni útsendingu en Jón Valur vegna gagnrýni sinnar á að hagsmunasamtök samkynhneigðra o.fl., Samtökin 78, fengju að stunda fræðslu í opinberum grunnskólum á grundvelli sömu greinar. Báðir hlutu sýknu fyrir héraðsdómi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka