Gjald verði lagt á helstu stofnvegi

Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins.
Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins. mbl.is/Hanna

Lagt er til að ómönnuðum gjald­hliðum verði komið fyr­ir á helstu stofn­veg­um á Suðvest­ur­landi. Þetta voru niður­stöður í skýrslu starfs­hóps sem var skipaður vegna máls­ins. 

Eyj­ólf­ur Árni Rafns­son, formaður Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, sat í starfs­hópn­um og kynnti skýrsl­una á sam­gönguþingi sem var haldið í Hvera­gerði í dag. Sam­kvæmt henni gætu eft­ir­far­andi vegakafl­ar orðnir til­bún­ir til fram­kvæmda á ár­inu 2018:  

  • Reykja­nes­braut: Kaldár­sels­veg­ur - Krýsu­vík­ur­veg­ur
  • Suður­lands­veg­ur: Bisk­upstungna­braut - Kambaræt­ur
  • Suður­lands­veg­ur: Bæj­ar­háls - Vest­ur­lands­veg­ur
  • Vest­ur­lands­veg­ur: Skar­hóla­braut - Hafra­vatns­veg­ur

Heild­ar­kostnaður við vegakafl­ana er met­inn 56 millj­arðar króna. Hægt væri að hefja fram­kvæmd­ir á næsta ári og ljúka þeim á átta árum en í til­lög­unni felst að fjár­fest­ing­in verði greidd til baka á 20 árum. 

Hækk­un eldsneyt­is og bif­reiðagjalda er ein þeirra leiða sem voru skoðaðar en ókost­ur henn­ar er sagður vera að þau legg­ist jafnt á alla lands­menn og þar að auki séu skatt­tekj­ur sem þess­ar ekki merkt­ar ákveðnum mála­flokki. 

Ann­ar mögu­leiki er gjald­taka og voru þrír val­kost­ir nefnd­ir til sög­unn­ar. Í fyrsta lagi væri hægt að inn­heimta gjald með því að mæla ekna vega­lengd. Víða í Evr­ópu er akst­ur þungra öku­tækja mæld­ur með gervi­hnatt­astaðsetn­ingu en skýrslu­höf­und­ar telja ólík­legt að slík fjár­fest­ing borgi sig á Íslandi.

Í öðru lagi væri hægt að koma fyr­ir ómönnuðum gjald­hliðum. Ein aðferð sem er nefnd er að mynda­vél lesi sjálf­virkt skrán­ing­ar­núm­er öku­tæk­is­ins þegar ekið er gegn­um hliðið. 

Í þriðja lagi er svo­kallað vinjettu­kerfi. Í því felst að kanna með álestri af vinjett­unni eða skrán­ing­ar­núm­eri hvort viðkom­andi öku­tæki hafi keypt aðgang að viðkom­andi vegi. Hægt væri að kaupa aðgang á bens­ín­stöðvum eða í öðrum versl­un­um, til dæm­is í 10 daga, tvo mánuði eða eitt ár.

Þótti gjald­hlið álit­leg­asti kost­ur­inn. Gjald­taka væri háð því hvaða leið yrði far­in, frá því að vera 50% upp 100% af gjald­skrá Hval­fjarðarganga sam­kvæmt skýrsl­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert