Meirihluti vill nýja stjórnarskrá

Stjórnarskrá Íslands.
Stjórnarskrá Íslands.

Meirihluti Íslendinga, eða 56%, þykir mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá á næsta kjörtímabili. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR á afstöðu Íslendinga til nýrrar stjórnarskráar á næsta kjörtímabili.

Fram kemur, að Íslendingar sem búsettir hafi verið á höfuðborgarsvæðinu hafi verið líklegri til að þykja það mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá (61%) en þeim sem búsettir voru á landsbyggðinni (47%).

Enn fremur segir, að 91% af stuðningsfólki Samfylkingarinnar og 92% af stuðningsfólki Pírata þyki það mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá.

Einungis 15% af stuðningsfólki Sjálfstæðisflokksins þótti það mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá á næsta kjörtímabili.

76% Vinstri grænna, 40% Framsóknar og 39% Viðreisnar þótti það mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá fyrir næsta kjörtímabil.

Könnunin var framkvæmd dagana 26. til 28. september 2017 og var heildarfjöldi svarenda 1.012 einstaklingar, 18 ára og eldri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert