Lögreglan segir sumar bílaleigur rukka strandaglópa

Vatnavextir á Austurlandi.
Vatnavextir á Austurlandi. Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg

Lögreglan á Suðurlandi segir í tilkynningu að dæmi séu um bílaleigur sem ekki hafi skilning á þeirri neyð sem ferðamenn á Suðurlandi búi nú við vegna þeirra flóða sem eru á svæðinu.

Þó kemur fram að flestar bílaleigur hafi verið viljugar til að leysa málin farsællega. „Ljóst er að einhverjir ferðamannanna munu þurfa að skilja bílaleigubíla sína eftir innan lokunarinnar og hafa flestar bílaleigur verið viljugar til að leysa það með sanngjörnum hætti. Þó eru til dæmi um leigur sem virðast ekki hafa skilning á neyð þessara ágætu ferðamanna og leggja veruleg gjöld á þá vegna þessa.“

Ekki kemur fram í tilkynningu frá lögreglu hvaða bílaleigur um ræðir. Í tilkynningunni segir að 50 til 60 manns séu innlyksa á þeim kafla þar sem vegurinn hefur verið í sundur beggja vegna. Flestir séu á Smyrlabjörgum.

Hér má sjá hvar menn hafa helst þurft að glíma …
Hér má sjá hvar menn hafa helst þurft að glíma við vatnselginn. mbl.is/kort
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert