Kaupfélaginu í Norðurfirði lokað í gær

Húsnæði Kaupfélagsins í Norðurfirði.
Húsnæði Kaupfélagsins í Norðurfirði. Mynd/Jón Guðbjörn Guðjónsson

Í gær var úti­búi Kaup­fé­lags Stein­gríms­fjarðar í Norðurf­irði á Strönd­um lokað. Því er eng­in mat­vöru­versl­un starf­andi í Árnes­hreppi í dag, en Eva Sig­ur­björns­dótt­ir, odd­viti þessa fá­menn­asta sveit­ar­fé­lags lands­ins, á ekki von á því að sú staða vari lengi.

„Við erum að vona að það verði ekk­ert lokað í mjög marga daga. Það er verið að vinna í því að fá rekstr­araðila og við erum á fullu í því. Þetta skýrist bara í næstu viku,“ seg­ir Eva í sam­tali við mbl.is.

„Við eig­um hús­næðið sem versl­un­in er í og svo eig­um við líka íbúðina sem stend­ur til boða þeim sem rek­ur versl­un­ina. Lag­er­inn til­heyr­ir KSH á Hólma­vík og það þarf að kom­ast að samn­ing­um þar á milli, til að þetta geti gengið upp allt sam­an.“

Ætla að redda mál­un­um sjálf

Eva seg­ir Árnes­inga sjálfa hafa átt Kaup­fé­lagið áður fyrr, en við gjaldþrot þess árið 1992 hafi verið komið á sam­bandi við KSH á Hólma­vík. Nú ljúki því sam­bandi þar sem KSH telji ekki leng­ur grund­völl fyr­ir rekstri versl­un­ar­inn­ar í Norðurf­irði.

 „Þetta var rekið sem úti­bú frá Hólma­vík og jafn­framt er það sama með úti­búið sem er á Drangs­nesi. Drangs­nes­ing­ar eru fleiri en við og áttu betra með að snúa við sín­um halla­rekstri og þar af leiðandi hafa þeir sloppið fyr­ir horn ennþá,“ seg­ir Eva.

„Við vor­um bara sett út í kuld­ann, en allt í góðu sko. Við ætl­um bara að redda þess­um mál­um sjálf og von­andi fáum við ein­hvern góðan rekstr­araðila.“

Á vefsíðu KSH kem­ur fram að Kaup­fé­lag­inu þyki dap­ur­legt að þurfa að til­kynna lok­un versl­un­ar í Norðurf­irði og von­ast er til þess að nýir rekstr­araðilar taki við áður en langt um líður.

Eva seg­ir að ekki gangi að hrepp­ur­inn verði án mat­vöru­versl­un­ar í lang­an tíma, enda eru um eitt hundrað kíló­metr­ar í versl­un á Hólma­vík. Þangað geti fólk ekki sótt alla sína þjón­ustu.

„Nei, við ger­um það ekki. Það geng­ur ekki upp. Það verður að hafa búð í sveit­inni.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert