Utanríkisráðherra segist harma ofbeldið

Guðlaugur Þór Þórðarson.
Guðlaugur Þór Þórðarson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir at­b­urði dags­ins í Katalón­íu valda sér áhyggj­um og harm­ar of­beldið. Hátt í 800 borg­ar­ar hafa leitað sér lækn­isaðstoðar eft­ir að spænsk yf­ir­völd reyndu að koma í veg fyr­ir kosn­ing­ar um sjálf­stæði Katalón­íu­héraðs með lög­regluaðgerðum við kjörstaði.

„Þess­ar mynd­ir vekja óhug. Það er mik­il­vægt að þessu of­beldi linni og að menn finni friðsam­leg­ar leiðir til að leysa úr sín­um deilu­mál­um,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór í sam­tali við mbl.is.

Ut­an­rík­is­ráðherra legg­ur áherslu á að þarna sé um inn­an­rík­is­mál Spán­verja að ræða og vildi aðspurður ekki for­dæma aðgerðir spænskra yf­ir­valda sér­stak­lega.

„Þessi mál eru inn­an­rík­is­mál Spán­ar og við erum meðvituð um hvað er verið að tak­ast á um, en það er mik­il­vægt að þessi deilu­mál og önn­ur sam­bæri­leg séu leyst með friðsam­leg­um hætti.“

 „Við höf­um haft mjög góð sam­skipti við Spán­verja og Katalóna og Bar­sel­óna stend­ur okk­ur Íslend­ing­um að vissu leyti mjög ná­lægt. Án þess að vilja blanda mér í inn­an­rík­is­mál, þá er of­beldi aldrei lausn­in og það lít­ur út fyr­ir, miðað við frétt­ir, að verið sé að beita of­beldi og það er mjög al­var­legt mál,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór.

Kjósendur voru dregnir út af kjörstöðum í Katalóníu í dag.
Kjós­end­ur voru dregn­ir út af kjör­stöðum í Katalón­íu í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert