Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi samþykkti óbreyttan framboðslista frá síðustu kosningum. Mun Páll Magnússon alþingismaður skipa fyrsta sæti listans og Ásmundur Friðriksson alþingismaður vera í öðru sæti.
Vilhjálmur Árnason alþingismaður er í þriðja sæti og Unnur Brá Konráðsdóttir, alþingismaður og forseti þingsins, er í fjórða sæti.
Í fimmta sæti er Kristín Traustadóttir, Hólmfríður Erna Kjartansdóttir er í sjötta sæti, Ísak Ernir Kristinsson er í sjöunda sæti og Brynjólfur Magnússon er í áttunda sæti.