Eðlilegt að tala við ráðherrann

Valgerður Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Valgerður Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég svaraði bréfinu á þá leið að öllum þingmönnum væri frjálst að afla sér upplýsinga um slík mál hjá framkvæmdavaldinu og benti honum á að tala einfaldlega beint við ráðherrann um þessi mál. Það lægi beinast við,“ segir Valgerður Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, í samtali við mbl.is.

Frétt mbl.is: Einar vill fund um færslu þjóðvegar 1

Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata, óskaði eftir opnum nefndarfundi í umhverfis- og samgöngunefnd vegna þeirra ummæla Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, að þjóðvegur 1 yrði færður yfir á firðina á Austfjörðum í stað þess að liggja um Breiðdalsheiði og Skriðdal eins og staðan hefur verið til þessa.

„Það er komið þinghlé núna og það eru afar fá tilfelli þar sem verið er að kalla þingnefndir saman í kosningabaráttunni. Þingmenn eru úti um allar trissur í kroningabaráttunni og erfitt að ná fólki saman. Þannig að ég ráðlagði honum að hafa bara samband bent við ráðherrann. Það væri eðlilegt fyrsta skref,“ segir Valgerður ennfremur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert