Rósa Björk Brynjólfsdóttir fékk yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í efsta sæti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi á kjörfundi í Flensborgarskóla í Hafnarfirði.
Hermann Ragnarsson bauð sig einnig fram í fyrsta sætið.
Arnþór Sigurðsson, formaður kjördæmaráðs VG í kjördæminu, hafði ekki fjölda atkvæða á reiðum höndum.
Næst fer fram kosning um annað sætið í kjördæminu.