Stór hrefna strandaði í Hrútafirði

Frá björgunaraðgerðum í Hrútafirði.
Frá björgunaraðgerðum í Hrútafirði. Ljósmynd/Höskuldur Erlingsson

Stór hrefna strandaði í Hrútafirði um hádegi í dag. Hrefnan var á lífi og náðu björgunarsveitarmenn úr björgunarsveitinni Húnum á Hvammstanga, lögreglan og dragnótarbátur að draga hvalinn á flot aftur. Það náðist að koma taug yfir dýrið og það var dregið aftur út í sjó. 

„Í sumar og haust hafa verið talsvert margir hvalir í firðinum. Hrútafjörður er almennt grunnur og ætli hún hafi ekki hætt sér of nálægt landi í leit að æti,“ segir Höskuldur Erlingsson, varðstjóri lögreglunnar á Blönduósi. 

map.is
map.is map.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert