Dýrið drapst í björgunaraðgerðum

Skepnan reyndi að komast úr grynningunum.
Skepnan reyndi að komast úr grynningunum. Ljósmynd/Hösk­uld­ur Erl­ings­son

Það var sandreyður en ekki hrefna sem strandaði í vestaverðum Hrútafirði í gær. Þetta kom í ljós þegar dýrið hafði verið dregið að landi.

Að sögn Eric Ruben dos Santos, líffræðings hjá Hafrannsóknastofnun, kom í ljós að dýrið var alltof stórt til að vera hrefna, auk þess sem litamynstrið var í ekki rétt.

Sandreyðurin, sem var 12,8 metra löng, drapst meðan á björgunaraðgerðunum stóð. Eric telur að dýrið hafi verið orðið uppgefið og hafi meiðst við að rembast við að komast í burtu. Einnig hafði dýrinu blætt mikið áður en björgunarsveitirnar komu aðvífandi.

Ekki er samt vitað fyrir víst hvers vegna dýrið drapst vegna þess að heil krufning á því var ekki gerð.

Eftir að sporðurinn á dýrinu hafði verið bundinn var það dregið 300 til 400 metra. Þá fór það niður fyrir yfirborðið og kom ekki upp aftur.

Það var dregið inn á Hvammstanga þar sem tekin voru líffræðileg sýni og mælingar gerðar. Farið verður með hræið út á haf í fyrramálið þar sem það verður látið sökkva.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert