Hærri laun hjá ríkinu

Starfsmenn hins opinbera njóta betri kjara en aðrir í landinu.
Starfsmenn hins opinbera njóta betri kjara en aðrir í landinu. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Hjá rík­inu voru 13% starfs­manna með meira en millj­ón krón­ur í heild­ar­laun á mánuði á síðasta ári. Þá voru 30% með 800 þúsund krón­ur eða meira í mánaðarlaun, sem er hærra hlut­fall en á al­menn­um vinnu­markaði þar sem þetta hlut­fall var 24%.

Þetta kem­ur fram í nýj­um töl­um frá Hag­stofu Íslands. Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ, seg­ir ljóst að 30 til 50 pró­sent hækk­un Kjararáðs hjá æðstu stjórn­end­um rík­is­ins sé aug­ljós or­saka­vald­ur. „Af hverju ættu ekki aðrir að gera kröf­ur um slíkt hið sama. Þetta er bara ein birt­ing­ar­mynd þess höfr­unga­hlaups sem Kjararáð hef­ur komið af stað,“ seg­ir Gylfi í Morg­un­blaðinu í dag.

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, seg­ir ljóst að op­in­beri geir­inn hafi verið launa­leiðandi í land­inu og það gangi ekki upp þar sem verðmæta­sköp­un­in verði á hinum al­menna vinnu­markaði.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert