Jarðskjálfti í Öræfajökli

Græna stjarnan sýnir hvar stóri skjálftinn varð.
Græna stjarnan sýnir hvar stóri skjálftinn varð. Kort/Veðurstofa Íslands

Skjálfti sem var 3,2 að stærð mældist kl. 13.52 í Öræfajökli. Tilkynningar hafa borist um að skjálftinn hafi fundist í Öræfum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

„Jarðskjálftar af þessari stærð eru ekki algengir á svæðinu en síðast mældist skjálfti yfir þremur í Öræfajökli árið 2005. Engir eftirskjálftar hafa mælst. Veðurstofan fylgist áfram vel með framvindunni,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert