Kæra ólöglega dreifingu á nektarmyndum

Lögreglan í Vestmannaeyjum rannsakar ólöglega dreifingu á nektarmyndum.
Lögreglan í Vestmannaeyjum rannsakar ólöglega dreifingu á nektarmyndum.

Lögreglunni í Vestmanneyjum barst kæra vegna ólöglegrar dreifingar á nektarmyndum í vikunni. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu sem kynferðisbrot og fjársvik. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar. 

Af þessu tilefni vill lögreglan í Vestmannaeyjum benda á að netglæpir færast í aukana alls staðar í heiminum og að sögn sérfræðinga hjá Europol mun slíkum glæpum fjölga mikið á næstu árum. Almenningur þarf að vera á varðbergi gagnvart ýmiss konar netglæpum en mikið af skipulagðri glæpastarfsemi fer fram með þessum hætti. Algengt er að reynt sé að svíkja fé út úr fólki með blekkingum og alls kyns hótunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert