Skoða hvort yngri systkini taki þátt í fæðingarorlofi

Leikskólabörn viðruð við Reykjavíkurtjörn.
Leikskólabörn viðruð við Reykjavíkurtjörn. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

„Með þessu er verið að leita í smiðju Svía, en hugmyndin er sú að þegar foreldri er í fæðingarorlofi getur leikskólabarn líka verið heima hjá nýfæddu systkini sínu hluta úr degi,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, við Morgunblaðið.

Vísar hann í máli sínu til þess að á nýlegum fundi ráðsins var lagt fram minnisblað um aðgerðir til að mæta manneklu og efla mannauð á leikskólum borgarinnar. Ein þessara tillagna, sem nú hefur verið vísað til starfshóps um nýliðun og bætt starfsumhverfi leikskólakennara til frekari meðferðar og úrvinnslu, kveður á um að „skilgreina hámarks leikskóladvöl barna þeirra foreldra sem eru í fæðingarorlofi.“

Helgi segir að hugsunin sé sú að fæðingarorlof sé ákveðið fjölskyldufrí. „En okkur skilst reyndar að Svíarnir hafi hætt þessu,“ segir hann og bendir á að borgin muni kanna þessa tillögu og hvernig hún reyndist þar ytra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert