Wintris-málið óklárað

Stefanía Óskarsdóttir og Grétar Þór Eyþórsson.
Stefanía Óskarsdóttir og Grétar Þór Eyþórsson.

„Þetta kem­ur þessu Wintris-máli aft­ur beint inn í póli­tísku umræðuna. Ég myndi segja að þetta mál sé jafn opið og áður og ég veit ekki hversu heppi­legt það er fyr­ir Sig­mund Davíð,“ seg­ir Stef­an­ía Óskars­dótt­ir, lektor í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Íslands.

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, upp­lýsti í aðsendri grein í Frétta­blaðinu í gær að yf­ir­skatta­nefnd hefði á dög­un­um kveðið upp úr­sk­urð vegna mál­efna fé­lags­ins Wintris sem frægt varð á síðasta ári í um­fjöll­un um Pana­maskjöl­in.

Flókið mál

Niðurstaða yf­ir­skatta­nefnd­ar er sú að Anna Sig­ur­laug Páls­dótt­ir, eig­in­kona Sig­mund­ar, hafi of­greitt skatta vegna fé­lags­ins á ár­un­um 2011-2015. Í úr­sk­urðinum kem­ur fram að Anna Sig­ur­laug hafi farið fram á leiðrétt­ingu fram­tala sinna hinn 16. maí 2016. Það er eft­ir að til­vist fé­lags­ins komst í há­mæli. Sig­mund­ur legg­ur á það áherslu í grein sinni að úr­sk­urður­inn segi að ekki hafi verið gerð til­raun til skattaund­an­skots. Í er­ind­inu er hins veg­ar viður­kennt að ekki sé úti­lokað að rétt­ara hefði verið að haga skatt­skil­um fé­lags­ins í sam­ræmi við svo­kallaða CFC-lög­gjöf á um­ræddu tíma­bili.

„Maður sér nú með því að lesa frá­sagn­ir fjöl­miðla að það er hægt að leggja málið mis­mun­andi upp. Þetta er flókið mál og þegar út­skýr­ing­arn­ar eru orðnar mjög lang­ar þá er hætt við að fólk lesi þær ekki,“ seg­ir Stef­an­ía.

Búið að skýra eina hlið

Grét­ar Þór Eyþórs­son, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri, seg­ir að það þurfi ekki að koma á óvart að Sig­mund­ur kjósi að upp­lýsa sjálf­ur um úr­sk­urð yf­ir­skatta­nefnd­ar. Það sé ákveðin taktík og eðli­legt í ljósi þess að hann sé að stofna nýj­an flokk og á leið í fram­boð.

Tel­urðu að Sig­mund­ur Davíð sé bú­inn að gera hreint fyr­ir sín­um dyr­um varðandi Wintris-málið?

„Það þarf eng­inn að ef­ast um að rétt hafi verið farið að. En í raun og veru er ekki búið að klára þetta mál þó það sé búið að skýra eina hlið á því. Það á svo eft­ir að koma í ljós hvort þetta hef­ur ein­hver áhrif á kjós­end­ur, ég geri mér enga grein fyr­ir því,“ seg­ir Grét­ar Þór.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert