Óboðleg aðstaða fyrir innanlandsflug

Jón Gunnarsson, sveitarstjórnar- og samgönguráðherra.
Jón Gunnarsson, sveitarstjórnar- og samgönguráðherra. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Jón Gunn­ars­son inn­an­rík­is­ráðherra sagði, þegar hann setti málþing um inn­an­lands­flug á Hót­el Natura í dag, að sú aðstaða fyr­ir inn­an­lands­flug, sem fyr­ir hendi er í Vatns­mýri, væri „óboðleg“. Stefnt sé að því að fram­kvæmd­ir við nýja flug­stöð hefj­ist á næsta ári.

Nú fer fram málþing um inn­an­lands­flug sem al­menn­ings­sam­göng­ur, en hátt miðaverð hef­ur verið gagn­rýnt und­an­far­in miss­eri, ekki síst af íbú­um á Aust­ur­landi. Þannig kom fram í Rík­is­sjón­varp­inu í í gær­kvöldi að ódýr­ara væri í sum­um til­vik­um að fljúga til út­landa en inn­an­lands. Þar var til dæm­is rætt við Ívar Ingimars­son, einn frum­mæl­enda á fund­in­um, sem benti á að flug­ferð frá Eg­ils­stöðum til Reykja­vík­ur og til baka kostaði um það bil 50 þúsund krón­ur.

Jón sagði þegar hann setti þingið að skoska leiðin, sem snýst um að niður­greiða flug­far­gjöld fyr­ir íbúa á þeim stöðum sem eru í ákveðinni fjar­lægð frá þétt­býl­is­stöðum, gæti verið til þess fall­in að styrkja bú­setu. Öflugt inn­an­lands­flug spilaði mjög stór­an þátt í því.

Jón sagði fyr­ir­ætlan­ir borg­ar­inn­ar um að flytja Reykja­vík­ur­flug­völl úr Vatns­mýr­inni á næstu árum „al­gjör­lega óraun­hæft“. Það muni taka mörg ár í viðbót að kom­ast að niður­stöðu um framtíðarlegu flug­vall­ar­ins. Það væri þýðing­ar­laust að tala um efl­ingu inn­an­lands­flugs með þau áform í bíg­erð.

Málþing um inn­an­lands­flug á Hót­el Natura.
Málþing um inn­an­lands­flug á Hót­el Natura. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert