Breiðdalsheiði sísti kosturinn

Ökumenn lenda oft á tíðum í slæmum skilyrðum á Breiðdalsheiði.
Ökumenn lenda oft á tíðum í slæmum skilyrðum á Breiðdalsheiði. Ljósmynd/Af Facebook-síðu Tinna Adventure

Leiðin um Breiðdals­heiði er lang sísti kost­ur­inn þegar kem­ur að legu Hring­veg­ar­ins um sunn­an­verða Aust­f­irði. Þetta er fag­legt mat Vega­gerðar­inn­ar en Jón Gunn­ars­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, til­kynnti á fundi Sam­bands sveit­ar­fé­laga á Aust­ur­landi í síðustu viku að þjóðveg­ur 1 skuli liggja um firðina.

Þessi ákvörðun hef­ur verið gagn­rýnd, bæði af Aust­f­irðing­um og þing­mönn­um en Ein­ar Brynj­ólfs­son, þingmaður Pírata í Norðaust­ur­kjör­dæmi hef­ur kallað eft­ir opn­um fundi í um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd vegna ákvörðunar ráðherra.

Niðurstaða Vega­gerðar­inn­ar, sem mbl.is hef­ur und­ir hönd­um, bygg­ir á tíu matsþátt­um. Þeir eru:

  • Vega­lengd frá Djúpa­vogi til Eg­ilsstaða og Eg­ilsstaðaflug­vall­ar
  • Fjall­veg­ir frá Djúpa­vogi til Eg­ilsstaða og Eg­ilsstaðaflug­vall­ar
  • Vega­lengd frá Djúpa­vogi til Reyðarfjarðar
  • Fjall­veg­ir Djúpa­vogi til Reyðarfjarðar
  • Þýðing vega fyr­ir land­búnað
  • Þýðing vega fyr­ir fiskiðnað og al­menna flutn­inga
  • Þýðing vega fyr­ir stóriðju, sjó­flutn­inga og ann­an iðnað en fiskiðnað
  • Öryggi ferðamanna að vetr­ar­lagi
  • Öryggi ferðamanna að sum­ar­lagi
  • Um­ferð

Í tveim­ur þátt­um af tíu fær Ax­ar­veg­ur fyrstu ein­kunn en taka má fram að í dag er ann­ar Breiðdals­heiði því hlut­verki að til­heyra þjóðvegi 1. Það er í matsþátt­un­um vega­lengd til Eg­ilsstaða og vega­lengd til Reyðarfjarðar.

Ákveðið hefur verið að hringvegurinn muni liggja frá Egilsstöðum um …
Ákveðið hef­ur verið að hring­veg­ur­inn muni liggja frá Eg­ils­stöðum um Fagra­dal og Suðurf­irði, en ekki um Breiðdals­heiði eða Öxi. Kort/​Vega­gerðin

Breiðdals­heiði fær alltaf verstu ein­kunn, nema í matsþætt­in­um vega­lengd til Eg­ilsstaða, þar sem hún fær miðlungs­ein­kunn. Suður­fjarðaveg­ur fær aft­ur á móti bestu ein­kunn í níu flokk­um af tíu. Bæði Ax­ar­veg­ur og Suður­fjarðaveg­ur fá bestu ein­kunn í flokkn­um vega­lengd til Reyðarfjarðar. Frá Djúpa­vogi til Eg­ilsstaða er leiðin um Suður­fjarðaveg hins veg­ar lengst af þess­um þrem­ur.

Leiðin um Öxi miklu styttri

For­svars­menn Djúpa­vogs hafa lýst þeirri skoðun sinni að þjóðveg­ur 1 eigi að liggja um nýj­an veg um Öxi, sem er 70 kíló­metr­um styttri en Suður­fjarðaleið, sem ráðherra hef­ur sagt að eigi að vera for­gangs­mál. Þeir sem búa á Suður­fjörðum eru hins veg­ar ánægðari með breyt­ing­una.

Í niður­stöðu Vega­gerðar­inn­ar seg­ir að ljóst sé að með nýj­um vegi yfir Öxi verði Breiðdals­heiði ekki leng­ur inni í mynd­inni sem aðal­sam­göngu­leið. Bent er á að þegar velja eigi milli Ax­ar­veg­ar og Suður­fjarðaveg­ar séu flest­ir matsþætt­ir Suður­fjarðaleiðinni í hag.

„Miklu máli skipt­ir matsþátt­ur­inn ör­yggi ferðamanna enda er ör­yggi á veg­um eitt af meg­in­mark­miðum Vega­gerðar­inn­ar. Með hliðsjón af því og þegar litið er til töfl­unn­ar hér að ofan legg­ur Vega­gerðin því til að Hring­veg­ur (1) liggi um Fagra­dal og Suðurf­irði,“ seg­ir í niður­lag­inu. Við breyt­ing­una leng­ist hring­veg­ur­inn um 10 kíló­metra.

Upp­fært kl. 13:11: RÚV hef­ur eft­ir odd­vita Djúpa­vogs­hrepps að hann telji sam­gönguráðherra ekki hafa haft umboð til að taka ákvörðun um legu Hring­veg­ar­ins um Aust­ur­land. Málið hefði þurft að fara fyr­ir um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd Alþing­is og til um­sagn­ar.

Hér fyr­ir neðan má sjá hvernig matsþætt­irn­ir tíu komu út:

Hér sést að Suðurfjarðavegur kemur lang best út.
Hér sést að Suður­fjarðaveg­ur kem­ur lang best út. Skjá­skot/​Vega­gerðin
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert