Reyna að smygla sér um borð

Athafnasvæði Eimskips við Sundahöfn.
Athafnasvæði Eimskips við Sundahöfn. mbl.is/Árni Sæberg

Hælisleitendur hafa ítrekað reynt að komast um borð í skip Eimskips sem liggur við Sundahöfn og er á leið til Bandaríkjanna. Margir þeirra sem reyna að brjóta sér leið inn á athafnarsvæði Eimskips og um borð í skipin eru ekki að reyna slíkt í fyrsta skipti.

Þetta kom fram í kvöldfréttum Rúv.

Í gær urðu þrír hælisleitendur uppvísir að athæfinu. Lögreglan handtók mennina og verða þeir ákærðir fyrir brotið.

Í fréttinni var rætt við Ólaf William Hand, upplýsingafulltrúa Eimskips, sem gagnrýnir úrræðaleysið gagnvart þessum hópi fólks. Dæmi eru um að sami einstaklingurinn hafi margoft reynt þetta þrátt fyrir margar ákærur. Ólafur nefndi sem dæmi að ef Íslendingur hefði verið uppvís að slíku broti hefði verið gripið til frekari aðgerða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert