Tannálfurinn gefi 100 krónur

mbl.is/Hjörtur

Flestir Íslendingar telja að tannálfurinn ætti að skilja eftir 100 krónur undir kodda barna fyrir hverja tönn eða 44%. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR.

Næstflestir, eða 30%, telja hins vegar að upphæðin ætti að vera fimm sinnum hærri eða 500 krónur og 9% nefndu 1.000 krónur. Þá nefndi 1% 10.000 krónur en 4,2% 50 krónur.

Sumir voru þó á því að tannálfurinn ætti ekki að skilja neinn pening eftir eða 9% og tæpt prósent nefndu tíkall. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert