Tannálfurinn gefi 100 krónur

mbl.is/Hjörtur

Flest­ir Íslend­ing­ar telja að tann­álf­ur­inn ætti að skilja eft­ir 100 krón­ur und­ir kodda barna fyr­ir hverja tönn eða 44%. Þetta kem­ur fram í niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar MMR.

Næst­flest­ir, eða 30%, telja hins veg­ar að upp­hæðin ætti að vera fimm sinn­um hærri eða 500 krón­ur og 9% nefndu 1.000 krón­ur. Þá nefndi 1% 10.000 krón­ur en 4,2% 50 krón­ur.

Sum­ir voru þó á því að tann­álf­ur­inn ætti ekki að skilja neinn pen­ing eft­ir eða 9% og tæpt pró­sent nefndu tíkall. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert