Asparglytta óvenju áberandi víða

Asparglyttur á víðilaufi. „Ég fæ fyrirspurnir daglega um þessa fallegu …
Asparglyttur á víðilaufi. „Ég fæ fyrirspurnir daglega um þessa fallegu grænleitu laufbjöllu,“ segir Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá NÍ. Ljósmynd/Erling Ólafsson

Óvenju mikið hef­ur sést af asp­ar­glyttu í haust og gætu það verið vond tíðindi fyr­ir þá sem rækta ösp og víði. Glytt­an étur lauf­blöð af þess­um teg­und­um og kraft­mik­ill ár­gang­ur gæti ráðist á blöðin næsta sum­ar. Ekki er þó útséð með hvernig vet­ur­inn fer með asp­ar­glytt­una.

Erl­ing Ólafs­son, skor­dýra­fræðing­ur hjá Nátt­úru­fræðistofn­un, seg­ir að þessi gríðarlegi fjöldi af asp­ar­glytt­um hafi verið áber­andi í haust.

„Ég fæ fyr­ir­spurn­ir dag­lega um þessa fal­legu græn­leitu lauf­bjöllu og fólk hef­ur verið að senda mér mynd­ir þar sem hún er í hundraða tali og þekur jafn­vel heilu hús­vegg­ina. Glytt­an er ný­leg­ur land­nemi og hafði fjölgað hressi­lega á ára­tug, en menn hafa aldrei séð annað eins og núna í haust,“ seg­ir Erl­ing í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert