Efast um lögmæti handtökunnar

Thomas Möller Olsen í Héraðsdómi Reykjaness.
Thomas Möller Olsen í Héraðsdómi Reykjaness. Kristinn Magnússon

Bjarni Már Magnússon, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, telur vafa leika á lögmæti handtöku Thomasar Möllers Olsens um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq.

Hann segir í samtali við RÚV að Héraðsdómur Reykjaness hefði átt að taka afstöðu til þess þegar dæmt var í máli Olsens en það hafi ekki verið gert.

Olsen var dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur og fyrir stórfellt fíkniefnabrot.

Bjarni Már segir að farið hafi verið um borð í skipið utan íslensku landhelginnar, innan svokallaðrar efnahagslögsögu.

„Íslenska ríkið hefur fyrst og fremst almenna refsilögsögu í landhelginni og svo tiltekna lögsögu í efnahagslögsögunni, til dæmis er þekktast varðandi fiskveiðibrot,“ segir hann í samtali við RÚV.

Hann segir að þegar handtakan var gerð hafi íslensk lögsaga ekki verið til staðar og að samþykki fánaríkis hafi skort.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert