Þjóðhagsleg áhrif reykinga veruleg

Hvernig metur reykingamaður hættuna af reykingum? Er ávinningurinn eða ánægjan …
Hvernig metur reykingamaður hættuna af reykingum? Er ávinningurinn eða ánægjan af reykingum meiri en hættan? mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Þjóðhagsleg áhrif af völdum tóbaksreykinga á Íslandi eru á bilinu 13 til 90 milljarðar króna á ári samkvæmt skýrslu sem unnin var af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands fyrir Embætti landlæknis.

„Við leggjum mat á fjölda dauðsfalla og örorkugreiningar vegna sígarettureykinga á Íslandi árið 2015 út frá reykingatíðni og skaðsemi reykinga samkvæmt svokölluðu SAMMEC-líkani sem nefnist á ensku Smoking Attributed Mortality, Morbidity and Economic Cost,“ segir Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur og höfundur skýrslunnar.

Töluverður munur er á efri og neðri mörkum, en hann skýrist af huglægu mati reykingamanna að því er Jónas Atli segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert