Bankinn mátti ekki hækka vextina

Hæstiréttur.
Hæstiréttur. Ófeigur Lýðsson

Hæstiréttur hefur hafnað kröfu Íslandsbanka um að fella úr gildi úrskurð áfrýjunarnefndar neytendamála, sem féll árið 2015, og kvað á um að Íslandsbanki hafi brotið gegn lögum um neytendalán með því að tilgreina ekki í lánssamningi við hvaða aðstæður vextir á tilteknu húsnæðisláni breyttust.

Fjölskipaður dómur Hæstaréttar komst að þessari niðurstöðu í dag og sneri þar með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem komist hafði að gagnstæðri niðurstöðu í apríl í fyrra.

Bank­inn braut nán­ar til­tekið gegn 2. mgr. 6. gr. og 9. gr. laga nr. 121/​1994 um neyt­endalán með skil­mála sín­um um vaxta­end­ur­skoðun. Í skil­mál­um láns­samn­ings­ins, sem ákvörðun Neyt­enda­stofu nr. 44/​2014 snéri að, kom fram að bank­an­um væri heim­ilt að breyta vöxt­um að liðnum fimm árum og svo á fimm ára fresti eft­ir þann tíma.

Neyt­enda­stofa komst að þeirri niður­stöðu að um­rætt ákvæði skil­mála samn­ings­ins væri ekki nægi­lega upp­lýs­andi um það við hvaða aðstæður vext­irn­ir gætu breyst.

Íslandsbanki hafði ekki erindi sem erfiði.
Íslandsbanki hafði ekki erindi sem erfiði. Ófeigur Lýðsson

Lán­tak­and­inn kvartaði til Neyt­enda­stofu und­ir lok árs 2013 en hann tók húsnæðislán hjá Glitni, forvera Íslandsbanka, í ágúst 2005. Bank­inn til­kynnti lántakandanum 24. júlí 2013 um breyt­ingu á vöxt­um skulda­bréfs­ins. Tilkynnt var að vextirnir hækkuðu úr 4,15% í 4,8% og vísaði til ákvæðis um vaxta­end­ur­skoðun í skil­mál­um veðskulda­bréfs­ins.

Lán­tak­and­inn taldi að um væri að ræða órétt­mæta viðskipta­hætti sem stæðust hvorki lög né ákvæði láns­samn­ings­ins. Ekki yrði bet­ur séð en að bank­inn hafi ætlað sér að nota vaxta­end­ur­skoðun­ar­á­kvæði láns­ins til að knýja fram ýms­ar skil­mála­breyt­ing­ar, óskyld­ar vöxt­um, til hags­bóta fyr­ir bank­ann.

Neytendastofu komst að þeirri niðurstöðu 20. október 2014 að bankinn hefði brotið gegn ákvæðum um neytendalán með því að tilgreina ekki við hvaða aðstæður vextir lánsins breyttust. Íslands­banki kærði ákvörðun Neyt­enda­stofu til áfrýj­un­ar­nefnd­ar neyt­enda­mála 2. mars 2015 og krafðist þess að ákvörðunin yrði felld úr gildi.

Áfrýjunarnefndin komst að sömu niðurstöðu og málið fór í kjölfarið fyrir dóm. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úrskurð áfrýjunarnefndar neytendamála úr gildi en Hæstiréttur sneri þeim dómi við, eins og áður segir. Úrskurður áfrýjunarnefndarinnar stendur og bankinn hefur verið dæmdur til að greiða fyrir málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals um eina milljón krónur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert