Eldsupptök ókunn

Svartan reyk leggur frá hótelinu.
Svartan reyk leggur frá hótelinu. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Greiðlega gekk að slökkva eldinn sem kom upp í byggingu á þaki Hotel Natura Í dag en eldsupptök eru enn ókunn. Fyrr í dag var tilkynnt um eld í pizzaofni á hótelinu en starfsmenn slökktu eldinn sjálfir. Að sögn Jóns Viðars Matthíassonar, slökkviliðsstjóra, er ekki vitað hvort eldurinn í pizzaofninum sé orsök eldsins í byggingunni á þaki hótelsins. „Það er í raun ekki vitað enn sem komið er en það er hluti af því sem lögreglan er að rannsaka núna. “

Frétt mbl.is: Viðbúnaður vegna elds við Hót­el Natura

Kviknaði í tjörupappa

Að sögn Jóns Viðars gekk greiðlega að slökkva eldinn sem var afmarkaður við byggingu á þakinu sem er byggð í kringum mótor og loftstokka. „Það fór enginn eldur eða vatn niður í hótelganginn og hefði í í sjálfu sér verið nóg að loka einu eða tveimur herbergjum en það var tekin ákvörðun í með öryggi gesta að leiðarljósi að loka nítján herbergjum sem eru innan við ákveðin brunahólf. Það er betra að hafa varann á og síðan er óþægnilegt að vera nálægt þessu,“ segir Jón Viðar. 

Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri var á vettvangi í dag en að hans sögn kviknaði í tjörupappa ofan á byggingunni á þaki hótelsins en eldurinn komst ekki í þak hótelsins. „Það er tjörupappi ofan á rýminu, þegar hann brennur eða hitnar þá verður hann bara eins og olía og það kemur kolsvartur reykur. Hann brann bara ofan á þakinu og síðan dettur þetta niður. Eldurinn hefur ekki náð þakið sjálft heldur bara verið ofan á þessari byggingu á þakinu,“

Frétt mbl.is Bet­ur fór en á horfðist

Byggingin sem kviknaði í er á þaki hótelsins
Byggingin sem kviknaði í er á þaki hótelsins mbl.is/Golli

 

Vaktað fram á nótt.

Slökkviliðsmenn og öryggisverður munu vakta svæðið fram á nótt til að ganga úr skugga um að engar glóðir hafi lifað eftir slökkviliðsstörf. „Þetta hefur engin veruleg áhrif á starfsemi hótelsins og getur vel verið að öll herbergin verði komin í notkun á morgun, það þarf bara að ganga úr skugga um að allt sé pottþétt en gestirnir í þessum herbergjum voru fluttir á önnur hótel,“ segir Jón Viðar. 

Frá vettvangi í dag.
Frá vettvangi í dag. Ljósmynd/Aðsend

Slökkviliðsmenn funda á Hotel Natura á morgun

Á morgun og laugardag stendur Fagdeild slökkviliðsmanna fyrir námskeiðinu Á vakt fyrir Ísland á Hotel Natura en þar munu slökkviliðsmenn meðal annars ræða öryggi slökkviliðsmanna. Aðspurður um hvort að eldurinn hafi áhrif á námskeiðið segir Jón Viðar svo ekki vera. „Það má alveg eiga von á því að þetta verði rætt á morgun, það er náttúrulega sérstakt að það komi upp eldur daginn fyrir námskeiðið á sama hóteli og það verður haldið á, en svona eru tilviljanir,“ segir Jón Viðar. 

Frétt mbl.is Rætt um ör­yggi slökkviliðsmanna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert