Erlendar eignir lífeyrissjóðanna nálgast 900 milljarða

Erlendar eignir lífeyrissjóðanna 1997 til 2017.
Erlendar eignir lífeyrissjóðanna 1997 til 2017.

Í lok ág­úst voru er­lend­ar eign­ir ís­lenska líf­eyr­is­sjóðakerf­is­ins 855,8 millj­arðar króna og höfðu þá aldrei verið meiri.

Í upp­hafi þessa árs fóru þær í fyrsta sinn yfir 800 millj­arða múr­inn en sjóðirn­ir áttu 768 millj­arða er­lend­is um ára­mót­in.

Nokkr­ar svipt­ing­ar hafa orðið á eigna­stöðu sjóðanna er­lend­is á síðustu árum vegna flökts á gengi krón­unn­ar en ljóst er að sjóðirn­ir hafa jafnt og þétt, allt frá því að gjald­eyr­is­höft­um var lyft af sjóðunum í skref­um, fært fjár­muni út fyr­ir land­stein­ana, að því er fram kem­ur í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert