Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, varð fyrir slysi í gær þegar hann ætlaði í „heitt og notalegt bað í gærkvöldi“, eins og hann orðar það á facebooksíðu sinni. Reyndist það aðeins of heitt og notalegt að sögn Guðna og endaði með því að það leið yfir hann og lenti hann það harkalega að af hlaust skurður á enni og brákað nef.
Guðni greinir frá þessu á facebooksíðunni, en hann þakkar þar starfsfólki slysadeildarinnar kærlega fyrir saumaskap og aðgæslu. Segir hann líðan sína góða, „þótt glögglega megi greina merki byltunnar“.