Forsetinn slasaðist í baði

Guðni Th.Jóhannesson forseti Íslands.
Guðni Th.Jóhannesson forseti Íslands. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, varð fyr­ir slysi í gær þegar hann ætlaði í „heitt og nota­legt bað í gær­kvöldi“, eins og hann orðar það á face­booksíðu sinni. Reynd­ist það aðeins of heitt og nota­legt að sögn Guðna og endaði með því að það leið yfir hann og lenti hann það harka­lega að af hlaust skurður á enni og brákað nef.

Guðni grein­ir frá þessu á face­booksíðunni, en hann þakk­ar þar starfs­fólki slysa­deild­ar­inn­ar kær­lega fyr­ir sauma­skap og aðgæslu. Seg­ir hann líðan sína góða, „þótt glögg­lega megi greina merki bylt­unn­ar“.

Talsverð dagskrá var á Bessastöðum í dag. Guðni tók meðal …
Tals­verð dag­skrá var á Bessa­stöðum í dag. Guðni tók meðal ann­ars á móti fram­kvæmda­stjóra Alþjóða veður­stof­unn­ar (WMO), Petteri Taalas. Guðni vísaði til þess að um­merki bylt­unn­ar mætti sjá á mynd­um á vef embætt­is­ins frá í dag. Ljós­mynd/​for­seti.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka