Viðbúnaður vegna elds við Hótel Natura

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er með mikinn viðbúnað þessa stundina við Hótel Natura við Reykjavíkurflugvöll. Samkvæmt þeim upplýsingum sem mbl.is hefur leggur talsverðan reyk frá byggingunni.

Neyðarlínan staðfesti við mbl.is að allt tiltækt lið slökkviliðsins hefði farið á staðinn vegna elds.

Fjöldi slökkviliðs- og sjúkrabíla er á svæðinu.
Fjöldi slökkviliðs- og sjúkrabíla er á svæðinu. mbl.is/Golli

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins kom eldur upp á þaki Hótel Natura. Allar stöðvar voru sendar á staðinn.

Uppfært kl 16:18:

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðismönnum á staðnum er búið að slökkva eldinn, en þó er enn verið að eltast við glóðir. Þegar mest var voru sex slökkviliðsbílar við hótelið og fjórir sjúkrabílar auk fjölda lögreglubíla. Nú þegar eru fyrstu bílarnir að fara af staðnum.

Samkvæmt upplýsingum mbl.is er nú unnið að því að minnka lokaða svæðið, en nokkrum götum í nágrenninu var lokað og lokanir settar upp við hótelið. Þá er verið að hleypa fólki í burtu.

Samkvæmt varðstjóra slökkviliðsins sem mbl.is náði í er slökkviliðið búið að ná tökum á eldinum og hann slökktur. Reykur barst ekki inn á hótelið og verður gestum því hleypt aftur inn, en fylgst verður með vettvangi í nótt.

 

The roof is on fire #reykjavik #fire

A post shared by Davíð Örn Jóhannsson (@davideagle) on Oct 12, 2017 at 8:46am PDT

 

Svartan reyk leggur frá hótelinu.
Svartan reyk leggur frá hótelinu. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Ekki sést í eld lengur á þakinu.
Ekki sést í eld lengur á þakinu. mbl.is/Golli
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Sjá má reykinn á Natura úr nokkurri fjarlægð.
Sjá má reykinn á Natura úr nokkurri fjarlægð. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert