40% með háskólapróf

Há­skóla­menntuðum lands­mönn­um á aldr­in­um 25–64 ára held­ur áfram að fjölga en þeir voru rúm 40% í fyrra, alls 68.300. Þeim hef­ur fjölgað stöðugt frá ár­inu 2010 eða um 7,8 pró­sentu­stig. Þeir sem ein­göngu hafa grunn­mennt­un voru 37.200 í fyrra eða 22% í þess­um sama ald­urs­hópi. Þeim fækkaði um 3,4 pró­sentu­stig frá ár­inu á und­an. Þetta kem­ur fram í frétt Hag­stofu Íslands. 

Tals­vert fleiri karl­ar en kon­ur 25–64 ára hafa ein­göngu starfs- og fram­halds­mennt­un (45% á móti 30%) og fjölgaði nokkuð jafnt milli ára. Nokkuð fleiri kon­ur en karl­ar hafa hins veg­ar há­skóla­mennt­un í þess­um sama ald­urs­hópi (48% á móti 33%). Lít­ill mun­ur er á kynj­un­um í þeim hópi lands­manna sem ein­göngu hef­ur grunn­mennt­un, um 22% í hvor­um hópi.

Minnst at­vinnu­leysi hjá há­skóla­menntuðum

At­vinnu­laus­um á aldr­in­um 25–64 ára fækkaði í fyrra óháð mennt­un­ar­stöðu. Flest­ir þeirra höfðu lokið starfs- og fram­halds­mennt­un (2,8%) en minnst at­vinnu­leysi var hjá há­skóla­menntuðum (1,6%). At­vinnu­leysi var 2,3% meðal þeirra sem lokið höfðu grunn­mennt­un.

At­vinnuþátt­taka karla og kvenna á aldr­in­um 25–64 ára var mest meðal þeirra sem lokið höfðu há­skóla­mennt­un. Þannig voru liðlega 95% há­skóla­menntaðra á vinnu­markaði í fyrra, 91% þeirra sem voru með starfs- og fram­halds­mennt­un og 81% þeirra sem ein­göngu höfðu lokið grunn­mennt­un.

Færri íbú­ar utan höfuðborg­ar­svæðis með há­skóla­mennt­un

Alls hafa 28,5% íbúa utan höfuðborg­ar­svæðis­ins á aldr­in­um 25–64 ára lokið há­skóla­mennt­un. Þetta er tölu­vert lægra hlut­fall en hjá íbú­um höfuðborg­ar­svæðis­ins á sama ald­urs­bili (47,3%). Flest­ir sem bú­sett­ir eru utan höfuðborg­ar­svæðis­ins hafa lokið starfs- og fram­halds­mennt­un, eða 38,8% (24.100), en 32,7% hafa ein­ung­is lokið grunn­mennt­un (20.200).

Fleiri kon­ur en karl­ar á aldr­in­um 25–64 ára hafa há­skóla­mennt­un hvort held­ur sem er inn­an eða utan höfuðborg­ar­svæðis­ins. Mun­ur­inn er þó meiri utan höfuðborg­ar­svæðis­ins en þar hafa 38,5% kvenna lokið há­skóla­mennt­un en 18,8% karla.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert