Aðalmeðferð í máli gegn Sveini Gesti Tryggvasyni, sem ákærður er fyrir að hafa ráðið Arnari Jónassyni Aspar bana með stófelldri líkamsrárás við heimili Arnars í Mosfellsdal 7. júní, verður 21. til 23. nóvember.
Fyrirtaka var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en ákærði var ekki viðstaddur fyrirtökuna. Verjandi Sveins Gests lagði fram greinagerð, þar á meðal tvö myndbönd sem lýsa æsingsóráðsheilkenni.
Það er talið önnur orsök andláts Arnars en ástandið er „talið vera eins konar vera eins konar sjúkdómsástand sem kemur fram undir þeim kringumstæðum að viðkomandi aðili er að veita viðnám eða mótspyrnu, streitast á móti, er í mjög æstu hugarástandi og berst um á hæl og hnakka,“ sagði Sigurður Örn Hektorsson, yfirlæknir á fíknideild Landspítalans, í sumar.
„Þegar reynt er að leggja hömlur á viðkomandi með böndum eða handjárnum þá magnast ástandið og viðkomandi er gjarnan með hita og óráð og í ruglástandi. Síðan getur þetta magnast upp og þá veldur þetta á endanum öndunarstoppi, hjartastoppi og getur dregið fólk til dauða, en það gerir það ekki alltaf,“ sagði Sigurður ennfremur.
Hin orsök andláts Arnars er sögð nokkrir samverkandi þættir en þvinguð frambeygð staða og hálstak sem hinn grunaði hafi haldið brotaþola í, er talin hafa leitt til mikillar minnkunar á öndunargetu sem leiddi til köfnunar.
Sveinn gestur hefur samþykkt að víkja úr réttarsal þegar aðstandendur Arnars gefa skýrslu við aðalmeðferð málsins.
Sex menn, fimm karlar og ein kona, voru upphaflega handtekin í tengslum við árásina. Þeirra á meðal var Sveinn Gestur en hann er sá eini sem hefur verið ákærður. Héraðssaksaksóknari ákærði Svein Gest fyrir brot á 218. grein hegningarlaga, grein sem fjallar um stófellda líkamsárás. Hámarks refsing fyrir brot á þeirri grein er 16 ára fangelsi, hljótist bani af árásinni.
Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Sveini í byrjun mánaðarins en hann verður í varðhaldi til 26. október.