Aðþrengd sveit tekst á við virkjunaráform

Um næstu áramót verður eina grunnskóla Árneshrepps, Finnbogastaðaskóla, lokað.
Um næstu áramót verður eina grunnskóla Árneshrepps, Finnbogastaðaskóla, lokað. mbl.is/Golli

Hvalár­virkj­un, sem áformað er að reisa í stærstu óbyggðu víðern­um Vest­fjarða, myndi auka raf­orku­ör­yggi Vest­fjarða að ákveðnu leyti en ekki tryggja það. Hún myndi engu máli skipta hvað varðar aðkallandi hring­teng­ingu raf­magns í fjórðungn­um, að minnsta kosti fyrst í stað. Eng­in heils­ár­störf myndu skap­ast í Árnes­hreppi með bygg­ingu virkj­un­ar­inn­ar. Fast­eigna­gjöld sveit­ar­fé­lags­ins yrðu á bil­inu 20-30 millj­ón­ir króna á ári. Á móti myndu fram­lög úr jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga lækka að ein­hverju leyti.

Virkj­un­in er fyr­ir­huguð langt frá meg­in­flutn­ings­kerf­inu og hef­ur af þeim sök­um ekki þótt arðbær kost­ur. Nú er hins veg­ar til skoðunar að koma upp nýju tengi­virki við Ísa­fjarðar­djúp og flytja raf­magnið í loftlínu inn á Vest­ur­línu í Reyk­hóla­sveit. Fleiri virkj­an­ir eru nú fyr­ir­hugaðar við Djúp. „Þannig að þetta er ekki leng­ur spurn­ing fyr­ir okk­ur að tengja eina virkj­un held­ur nokkr­ar inn á kerfið,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi Ásmunds­son, for­stjóri Landsnets, um kostnaðinn sem yrði að hluta greidd­ur af Landsneti og að hluta af fram­kvæmdaaðila, Vest­ur­Verki.

Ítarlega er fjallað um fyrirhugaða Hvalárvirkjun og möguleg áhrif hennar …
Ítar­lega er fjallað um fyr­ir­hugaða Hvalár­virkj­un og mögu­leg áhrif henn­ar á sam­fé­lagið í Árnes­hreppi í sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

 Lands­virkj­un skoðar Aust­urgils­virkj­un

Ein þess­ara virkj­ana­hug­mynda er Aust­urgils­virkj­un sem Lands­virkj­un skoðar nú aðkomu sína að. Lagt hef­ur verið til að hún fari í ork­u­nýt­ing­ar­flokk ramm­a­áætl­un­ar. „Þarna yrði farið inn á svæði sem ekki hef­ur áður verið virkjað og því yrðu um­hverf­isáhrif­in um­tals­verð,“ seg­ir Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar.

Vest­ur­Verk hef­ur boðist til að taka þátt í sam­fé­lags­verk­efn­um í Árnes­hreppi, fá­menn­asta sveit­ar­fé­lagi lands­ins, verði af virkj­un­inni. Verk­efn­in tengj­ast langþráðri innviðaupp­bygg­ingu, m.a. lagn­ingu þriggja fasa raf­magns. Orku­bú Vest­fjarða hef­ur síðustu ár lagt slíka raf­strengi í jörð í hreppn­um og áform­ar að því verk­efni ljúki fyr­ir 2030, al­veg óháð Hvalár­virkj­un.

Raf­magnið úr Hvalár­virkj­un yrði ekki nýtt til að knýja kís­il­ver eða aðra stóriðju, seg­ir Ásgeir Mar­geirs­son, for­stjóri HS Orku, sem á meiri­hlut­ann í Vest­ur­Verki. Virkj­un­in myndi fram­leiða meira raf­magn en notað er í dag á Vest­fjörðum og yrði því bróðurpart­ur þess flutt­ur út af svæðinu. Ásgeir hef­ur trú á því að inn­an fárra ára­tuga yrði það hins veg­ar allt nýtt inn­an fjórðungs­ins.

Eins og „óarga­dýr“

Í fyrra fluttu tíu manns úr Árnes­hreppi, þar af tvær barna­fjöl­skyld­ur. Nú eru þar aðeins 46 með lög­heim­ili og verður grunn­skól­an­um lokað um ára­mót. „Virkj­un­ar­áformin koma eins og óarga­dýr inn í sam­fé­lagið á meðan þetta er allt að ger­ast,“ seg­ir Elín Agla Briem, kenn­ari í Finn­bog­astaðaskóla. Guðlaug­ur Ágústs­son bóndi von­ast til þess að virkj­un­in hefði já­kvæð áhrif á sam­fé­lagið. „Það er ekk­ert betra í boði.“

Land­vernd hef­ur lagt til að stofnaður verði þjóðgarður á svæðinu sem nú stend­ur til að virkja. Slíkt þyrfti ekki að taka lang­an tíma og myndi skapa nokk­ur heils­ár­störf og sum­arstörf að auki.

Standa ber vörð um óbyggð víðerni sam­kvæmt nátt­úru­vernd­ar­lög­um. Foss­arn­ir og sum vatn­anna á Ófeigs­fjarðar­heiði njóta einnig sér­stakr­ar vernd­ar og skal þeim ekki raskað nema brýna nauðsyn beri til.

Það er sveit­ar­stjórn­ar Árnes­hrepps að svara því hvort hún sé fyr­ir hendi.

Ítar­lega er fjallað um fyr­ir­hugaða Hvalár­virkj­un í sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins. Í dag og á morg­un mun auk þess birt­ast á mbl.is fjöldi viðtala við viðmæl­end­ur sem rætt er við í blaðinu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert