„Bara akkúrat ekki nein“ neikvæð áhrif

Guðlaugur Ágústsson, bóndi í Steinstúni, fyrir miðri mynd. Hann er …
Guðlaugur Ágústsson, bóndi í Steinstúni, fyrir miðri mynd. Hann er hlynntur virkjanaframkvæmd á Ófeigsfjarðarheiði. mbl.is/Golli

„Ég man ekki eft­ir mér öðru­vísi en að það væri verið að tala um að virkja Hvalá,“ seg­ir Guðlaug­ur Ágústs­son, bóndi í Stein­stúni í Árnes­hreppi á Strönd­um. Hann er upp­al­inn í hreppn­um og hef­ur búið þar mest­an hluta ævi sinn­ar. Hann er nú 52 ára og yngsti bónd­inn í sveit­inni. „Þegar fara á í svona fram­kvæmd eru menn ekk­ert að gera það að gamni sínu,“ bend­ir Guðlaug­ur á um fyr­ir­hugaðar virkj­ana­fram­kvæmd­ir í Ófeigs­firði, eyðifirði norðan Stein­stúns, þar sem virkja á vatns­rennsli þriggja áa af Ófeigs­fjarðar­heiði; Hvalár, Rjúk­anda og Ey­vind­ar­fjarðarár.

Síðustu ár hef­ur hug­mynd­in þó orðið nokkru raun­veru­legri en áður að mati Guðlaugs. Aðal­skipu­lagi hrepps­ins hafi verið breytt fyr­ir nokkr­um árum og ráð gert fyr­ir fyr­ir­hugaðri virkj­un. Guðlaug­ur sit­ur nú í hrepps­nefnd og hef­ur gert um ára­bil. Það er hans skoðun að þegar skipu­lags­mál­um slepp­ir eigi af­skipt­um hrepps­ins af mál­inu að ljúka. „Þetta er einkafram­kvæmd í landi sem er í einka­eign. Ég skil ekki af hverju hrepps­nefnd Árnes­hrepps þarf að gefa út fram­kvæmda­leyfið.“

Þung byrði að bera

Guðlaug­ur seg­ir að slík ákvörðun sé auk þess frek­ar þung byrði að bera. „Ég átta mig ekki al­veg á því af hverju fimm manna hrepps­nefnd í fimm­tíu manna sam­fé­lagi á að gefa út fram­kvæmda­leyfi á svona verk­efni.“

Engu að síður er það nú raun­veru­leik­inn sem hrepps­nefnd­in stend­ur frammi fyr­ir. Og Guðlaug­ur seg­ir það mikla ábyrgð, hvort sem hrepps­nefnd­ar­menn segi nei eða já.

Hann seg­ist ekki sjá að virkj­un gæti haft nokk­ur nei­kvæð áhrif á sam­fé­lagið í Árnes­hreppi. Nú bygg­ist at­vinnu­lífið fyrst og fremst upp á sauðfjár­rækt, sjó­mennsku og ferðaþjón­ustu. „Ég sé ekki að þessi fram­kvæmd gæti haft nei­kvæð áhrif á þessa þætti, bara akkúrat ekki nein.“

Hvað ferðaþjón­ust­una varðar er Guðlaug­ur sann­færður um að virkj­un og veg­ir og slóðar sem henni myndu fylgja myndu opna svæðið bet­ur fyr­ir ferðamönn­um og fleiri þar með leggja leið sína í hrepp­inn.

Myndi nýt­ast ferðaþjón­ust­unni

Meðal þess sem hrepps­bú­ar horfa til er línu­veg­ur yfir Ófeigs­fjarðar­heiði og niður í Djúp. Guðlaug­ur seg­ir að slík teng­ing myndi bæta aðgengi ferðamanna að svæðinu yfir sum­ar­mánuðina. Rætt hef­ur verið um að veg­ur­inn, eða slóðinn, verði ófær mest­an hluta árs­ins. Guðlaug­ur bend­ir á að ferðaþjón­ust­an sé nú fyrst og fremst yfir sum­ar­mánuðina og veg­ur­inn gæti eflt hana á þeim tíma. Að auki bend­ir hann á að veg­ur norður í Árnes­hrepp sé hvort eð er ekki mokaður yfir helstu vetr­ar­mánuðina og ferðamenn kom­ist því ekki á svæðið þegar mik­ill snjór er.

Fólkið í Árnes­hreppi vill standa jafn­fæt­is öðrum lands­mönn­um þegar grunn­innviðir eru ann­ars veg­ar, s.s. hvað varðar sam­göng­ur, fjar­skipti, raf­magn og hita­veitu. Guðlaug­ur bros­ir þegar hann er spurður um þetta og seg­ir glettn­is­lega að „það væri gam­an“ að hafa þessa innviði, sem flest­ir aðrir líta á sem sjálf­sagðan hlut, í lagi.

Í fyrsta lagi bend­ir hann á að veg­ur­inn milli Bjarn­ar­fjarðar og Árnes­hrepps sé þannig í dag að hann sé ein­fald­lega ekki þjón­ustu­hæf­ur yfir vetr­ar­mánuðina. Vega­gerðin sinn­ir þar eng­um snjómokstri frá því í byrj­un janú­ar og til mars­loka. Á þess­um tíma er flogið tvisvar í viku milli Gjög­urs og Reykja­vík­ur. Guðlaug­ur seg­ir að síðustu fimmtán ár hafi „af­skap­lega lítið verið gert í því“ að bæta þar úr. Fyr­ir nokkr­um árum hafi kafli af veg­in­um verið byggður upp en svo ekki sög­una meir. „Það er það sem erg­ir mig mest, að það skuli ekki hafa verið haldið áfram að laga veg­inn og gera hann þjón­ustu­hæf­an.“

Sam­göngu­bót­um ít­rekað frestað

Guðlaug­ur, eins og fleiri hrepps­bú­ar, seg­ir að oft­ast hafi Árnes­hrepp­ur mætt af­gangi hvað viðvík­ur sam­göngu­bót­um. „Það fyrsta sem er gert þegar það vant­ar klink í rík­iskass­ann er að hætta við sam­göngu­bæt­ur hér,“ seg­ir Guðlaug­ur.

Tugir fossa eru í ánum ofan af Ófeigsfjarðarheiði. Rennsli í …
Tug­ir fossa eru í ánum ofan af Ófeigs­fjarðar­heiði. Rennsli í sum­um þeirra mun skerðast veru­lega hluta úr ári, verði Hvalár­virkj­un að veru­leika. mbl.is/​Golli

Síðustu ár hafa þó nátt­úru­öfl­in séð til þess að veg­ur­inn hef­ur oft verið fær. „Þjón­ust­an við hann hef­ur ekki batnað en snjór­inn hef­ur verið minni,“ út­skýr­ir Guðlaug­ur. Á slíkt sé þó ekki hægt að stóla.

En þessi veg­kafli, milli Bjarn­ar­fjarðar og Norður­fjarðar, hef­ur ekk­ert með virkj­un­ar­fram­kvæmd­ir að gera. Hann verður ekki byggður upp sér­stak­lega vegna þeirra. „En ég er sann­færður um að þegar svona fram­kvæmd­ir fara af stað hljóti þær að kalla á aðgerðir í þess­um vega­mál­um.“

Hann seg­ist þó eng­in lof­orð hafa heyrt um að slíkt verði gert. „Ég hef enga full­vissu fyr­ir þessu en ég er sann­færður um þetta. Maður get­ur ekki annað gert en að vinna eft­ir sann­fær­ingu sinni, þótt maður hafi ekk­ert á blaði.“

Guðlaug­ur bend­ir á að eft­ir­spurn eft­ir raf­magni sé alltaf að aukast, sér­stak­lega eft­ir því sem fram­leitt er á þenn­an hátt.

Hef­ur rík­an skiln­ing á nátt­úru­vernd­ar­sjón­ar­miðum

Guðlaug­ur líkt og svo marg­ir fleiri seg­ist skilja öll sjón­ar­mið sem sett hafa verið fram í umræðunni um fyr­ir­hugaða virkj­un á svæðinu. Hann hafi því einnig rík­an skiln­ing á þeim nátt­úru­vernd­ar­sjón­ar­miðum sem fram hafa komið. „Ég veit í hjarta mínu að þessi á verður virkjuð einn dag­inn, ég hef al­ist upp við það alla tíð. Og er þá ekki bara best að drífa í því?“

Hann bend­ir á að gera verði ráð fyr­ir því að verk­efna­stjórn ramm­a­áætl­un­ar, sem setti Hvalár­virkj­un í nýt­ing­ar­flokk fyr­ir nokkr­um árum, hafi unnið fag­lega að því mati sínu. „Ég vil treysta á það ferli. Þetta er góður virkj­ana­kost­ur þó að þarna verði færðar ákveðnar fórn­ir og ég skrifa al­veg und­ir að það sé leiðin­legt.“

Eft­ir að hafa skoðað svæðið m.a. úr lofti seg­ist Guðlaug­ur hafa sann­færst enn frek­ar um að þarna ætti að virkja. „Þarna flæðir vatn um urð og grjót,“ seg­ir hann. Þó að nokk­ur vötn verði stækkuð og ein­hver sam­einuð séu enn hundruð vatna á heiðinni.

„Hér í Norðurf­irði mun ekk­ert sjást sem minn­ir á þessa virkj­un. Þegar komið er í Ing­ólfs­fjörð mun ekk­ert minna á þessa virkj­un. Við bæ­inn í Ófeigs­firði minn­ir ekk­ert á virkj­un­ina. Það er ekki fyrr en komið yrði að Hvalá sem þú fær­ir að sjá eitt­hvað,“ seg­ir Guðlaug­ur um mögu­leg áhrif virkj­un­ar­inn­ar á ferðamennsku.

Tvö börn í skól­an­um

Sam­fé­lagið í Árnes­hreppi hef­ur breyst mikið frá því að Guðlaug­ur var að al­ast þar upp. Fólki hef­ur fækkað veru­lega. Þegar Guðlaug­ur gekk í Finn­bog­astaðaskóla voru 20-30 börn í skól­an­um. Í dag eru þau tvö. Hrepps­nefnd­in og starfs­fólk skól­ans; skóla­stjór­inn, kenn­ar­inn og matráður­inn, hafa lagt mik­inn metnað í skól­ann þó að nem­end­urn­ir séu fáir. „Það leggja all­ir áherslu á að börn­un­um líði vel þarna.“

Þrír bænd­ur fluttu úr Árnes­hreppi í fyrra. Þar fóru yngstu bænd­ur hrepps­ins og fimm börn að auki. Fólks­fækk­un­in er ekki Guðlaugi að skapi og hann von­ar að íbú­um taki aft­ur að fjölga. Sjálf­ur er hann ákveðinn í því að búa áfram í Norðurf­irði. „Ég hef fest kaup á þess­ari jörð og lang­ar til að búa hér áfram og vinna.“

Guðlaug­ur seg­ist hafa mikla trú á aukn­um um­svif­um í hreppn­um á fram­kvæmda­tím­an­um, m.a. að það gæti stutt við versl­un á svæðinu en rekst­ur henn­ar er í mik­illi óvissu í augna­blik­inu.

Þá er góður flug­völl­ur á Gjögri sem Guðlaug­ur tel­ur að hljóti að nýt­ast í að ferja starfs­menn inn á svæðið á fram­kvæmda­tím­an­um. Höfn­in á Norðurf­irði sé einnig góð og þar geti lagst að stór skip.

Í nógu var að snúast hjá Guðlaugi Ágústssyni í Steinstúni …
Í nógu var að snú­ast hjá Guðlaugi Ágústs­syni í Stein­stúni í haust í kring­um smala­mennsk­una. Hann er 52 ára og yngsti bónd­inn í Árnes­hreppi. mbl.is/​Golli

Sam­hent sam­fé­lag

Spurður um áhrif umræðunn­ar um virkj­un­ar­fram­kvæmd­irn­ar, sem skipt­ar skoðanir eru um í þess­um fá­menna hreppi, á sam­fé­lagið seg­ir Guðlaug­ur að hún hafi eng­in áhrif haft. „Mér finnst hún ekki hafa haft nein áhrif á nærsam­fé­lagið okk­ar. Við erum sam­hent sam­fé­lag og leys­um í sam­ein­ingu öll mál sem upp koma. Ef ein­hver þarf að smala þá koma all­ir.“ Það hafi ekki breyst. „Ég hef ákveðna skoðun á þessu máli en ég er ekk­ert að hugsa um þetta alla daga frek­ar en aðrir. Þetta er mál sem er í ein­hverju ferli og ég finn eng­an mun á okk­ur sem sam­fé­lagi dags­dag­lega. Bara alls ekki. Þetta litar ekki sam­skipti okk­ar í öðrum mál­um.“

Mörg mál eru í óvissu í hreppn­um í augna­blik­inu. Ótt­ast var að einu versl­un­inni í hreppn­um, Kaup­fé­lag­inu á Norðurf­irði, yrði lokað í vet­ur en því tókst að bjarga á ell­eftu stundu. Þá verður grunn­skól­inn á Finn­boga­stöðum ekki starf­rækt­ur eft­ir ára­mót. „Ef maður sér fram á að á þriggja til fimm ára fram­kvæmda­tíma gæti þetta haldið áfram þá verður maður bara að gjöra svo vel að vera já­kvæður fyr­ir því. Það er ekk­ert betra í boði. Ég hef mikla trú á að þessi fram­kvæmd geti skipt heil­miklu máli.“

Kaupa olíu fyr­ir millj­ón á mánuði

Höfn­in er aðdrátt­ar­afl fyr­ir strand­veiðimenn og líf­legt er við hana á meðan veiðarn­ar eru stundaðar. Heima­menn hafa einnig tekið þátt í þeim. Það sem stend­ur þeirri starf­semi m.a. fyr­ir þrif­um er að sam­göng­ur eru erfiðar á vetr­um og ekk­ert þriggja fasa raf­magn, sem þarf til að keyra t.d. frystigáma, er í boði. Dísil­vél er notuð til að fram­leiða all­an ís fyr­ir höfn­ina. Keypt er olía fyr­ir um millj­ón á hverju sumri til fram­leiðslunn­ar. Hins veg­ar hafi fram­kvæmdaaðil­inn boðist til að leggja hönd á plóg við að koma þriggja fasa raf­magni á í Árnes­hreppi. Orku­bú Vest­fjarða er þegar búið að leggja þriggja fasa strengi í jörð að hluta um hrepp­inn. Hvalár­virkj­un gæti flýtt þeirri upp­bygg­ingu að mati Guðlaugs.

Árneshreppur er dreibýll og á vetrum er snjór ekki ruddur …
Árnes­hrepp­ur er drei­býll og á vetr­um er snjór ekki rudd­ur af löng­um köfl­um í marg­ar vik­ur. mbl.is/​Golli

Guðlaug­ur seg­ir að best væri að raf­magnið úr Hvalár­virkj­un yrði nýtt inn­an Vest­fjarða til að efla þar at­vinnu­líf. Í hans huga skipt­ir það máli hver verður kaup­andi raf­magns­ins. Enn sem komið er sé ekki vitað hver hann verður en Guðlaug­ur er ekki áhuga­sam­ur um að raf­magnið fari til stóriðju. Hann seg­ir að þegar að þessu komi verði ís­lenskt sam­fé­lag að ákveða hvernig at­vinnu­líf verður byggt upp, hvort áhugi sé á að fá hingað til lands meira af meng­andi starf­semi. „Ósnortn­um víðern­um hef­ur hingað til verið sökkt und­ir vatn til að fram­leiða ál,“ bend­ir hann á.

Fólk en ekki draug­ar

Guðlaug­ur seg­ir að það sé blekk­ing að halda að Árnes­hrepp­ur verði eins og hann er ef heils­árs­bú­seta leggst af. Það sé mis­skiln­ing­ur að halda að sum­ar­bú­seta sé nóg til þess að halda flestu í horf­inu, s.s. höfn­inni, fé­lags­heim­il­inu og þar fram eft­ir göt­un­um. „Ef fólk vill koma hingað 1. júní og búa yfir sum­arið þá get­ur það ekki ætl­ast til þess að allt sé til reiðu og eins og það er núna. Það er fá­rán­leg­ur mis­skiln­ing­ur. Það má ekki gera lítið úr því sem við sem hér búum allt árið erum að gera hérna til að halda ákveðnum hlut­um gang­andi. Það er raun­veru­legt fólk sem sér um þetta, ekki draug­ar.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert