Þar sem vegurinn endar ... ekki lengur

Malarvegir liggja um allan Árneshrepp. Nú stendur til að byggja …
Malarvegir liggja um allan Árneshrepp. Nú stendur til að byggja upp veginn um Veiðileysuháls sem yrði veruleg samgöngubót. mbl.is/Golli

Þeir sem eiga er­indi í eyðifirðina norðan Tré­kyll­is­vík­ur á Strönd­um fara þangað fót­gang­andi eða aka veg­slóða sem oft er aðeins fær stærri bíl­um. Tré­kyll­is­vík­in er því sá staður þar sem veg­ur­inn end­ar í dag, svo vísað sé til titils end­ur­minn­inga­bók­ar Hrafns Jök­uls­son­ar sem var í sveit í Árnes­hreppi sem barn og bjó þar um hríð á full­orðins­ár­um.

En nú er ráðgert að byggja upp veg­inn inn í Ing­ólfs­fjörð og Ófeigs­fjörð og einnig að leggja vegi um Ófeigs­fjarðar­heiðina. Þá stend­ur til að leggja línu­veg yfir heiðina og ofan í Ísa­fjarðar­djúp. Veglagn­ing­ar þess­ar tengj­ast all­ar fyr­ir­hugaðri Hvalár­virkj­un.

Í til­lög­um að breyt­ing­um á aðal­skipu­lagi Árnes­hrepps og deili­skipu­lagi fyr­ir Hvalár­virkj­un, sem er í aug­lýs­inga­ferli til mánu­dags­ins 16. októ­ber, er gert ráð fyr­ir vinnu­veg­um um fyr­ir­hugað virkj­un­ar­svæði Hvalár­virkj­un­ar.

Upp­haf­lega stóð til að gera einnig til­lögu að end­ur­bót­um á veg­in­um frá Mel­um í Tré­kyll­is­vík, um Ing­ólfs­fjörð og inn í Ófeigs­fjörð í skipu­lags­breyt­ing­un­um nú en nauðsyn­legt verður, ef til virkj­un­ar­fram­kvæmd­ar kem­ur, að byggja þann veg upp vegna þunga­flutn­inga inn á svæðið. Einnig var gert ráð fyr­ir að lýsa bet­ur til­hög­un virkj­un­ar en gert er í gild­andi skipu­lagi, svo sem ná­kvæm­ari legu mann­virkja og lóna auk þess að breyta raflínu í jarðstreng yfir í Djúp.

Friðsældin umlykur firðina og víkurnar í Árneshreppi.
Friðsæld­in um­lyk­ur firðina og vík­urn­ar í Árnes­hreppi. mbl.is/​Golli

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Vest­ur­verks er ástæðan fyr­ir því að ákveðið var að skipta skipu­lags­breyt­ing­un­um í tvennt sú að afla þarf frek­ari gagna til að hægt sé að ljúka rann­sókn­um á svæðinu sam­kvæmt út­gefnu rann­sókn­ar­leyfi, fyr­ir hönn­un virkj­un­ar­inn­ar og gerð skipu­lags­ins. Í áliti Skipu­lags­stofn­un­ar á fram­kvæmd­inni var kallað eft­ir frek­ari rann­sókn­um á forn­leif­um, vatna­lífi og á fugl­um en þeim rann­sókn­um lauk í sum­ar.

Skipu­lags­breyt­ing­ar í sveit­ar­fé­lög­um eru langt og flókið ferli. Þær þarf að aug­lýsa op­in­ber­lega í sex vik­ur og af­greiða svo í sveit­ar­stjórn­um. Að því loknu þarf að leita samþykk­is Skipu­lags­stofn­un­ar á breyt­ing­un­um.

Vest­ur­Verk tel­ur að veg­ur­inn frá Tré­kyll­is­vík og inn í Ófeigs­fjörð sé nægi­lega góður til að hægt sé að nota hann til að flytja rann­sókn­ar­tæki, eða þunga­vinnu­vél­ar eins og það er orðað í grein­ar­gerð með skipu­lagstil­lög­unni, inn á svæðið. Ekki þurfi að ráðast í upp­bygg­ingu hans strax.

Raski haldið í lág­marki

Í grein­ar­gerð deili­skipu­lags­ins seg­ir um vinnu­veg­ina um virkj­un­ar­svæðið: „Gert er ráð fyr­ir að veg­irn­ir verði 4 metra breiðir með út­skot­um til mæt­inga, malar­yf­ir­borði og al­mennt í um það bil 0,5 til 1 m hæð yfir flötu landi og hannaðir þannig að þeir geti borið um­ferð þunga­vinnu­véla á seinni stig­um fram­kvæmda. Þó verður leit­ast við að halda vega­fram­kvæmd­um í lág­marki á þessu stigi, þ.e. ein­ung­is þannig að nauðsyn­leg tæki kom­ist að rann­sókn­ar­svæðum. [...] Þar sem því verður viðkomið verður ekki um vega­gerð að ræða, svo sem á flat­lendi með góðum burði. Sam­hliða vega­gerðinni verður hugað að frá­gangi svæðis­ins og öllu raski haldið í lág­marki. Áhersla verður einnig lögð á að raska ekki um­hverf­inu utan skil­greindra vinnu­vega.“

Í tengsl­um við lagn­ingu veg­anna þarf einnig að ráðast í efn­is­nám á svæðinu og gert er ráð fyr­ir staðsetn­ingu náma í þeim til­gangi í skipu­lagstil­lög­un­um. Þá er enn­frem­ur gert ráð fyr­ir starfs­manna­búðum ofan Hvalár.

mbl.is/​Krist­inn Garðars­son

Túlk­un­ar­atriði hvort raski óbyggðum víðern­um

„Þetta verður lág­marks­vega­gerð og ein­göngu til þess gerð að koma bor til berg­rann­sókna og aðföng­um fyr­ir hann þarna upp,“ seg­ir Gunn­ar Gauk­ur Magnús­son, fram­kvæma­stjóri Vest­ur­Verks. Hann seg­ir það að sínu mati túlk­un­ar­atriði hvort vinnu­veg­ir sem þess­ir skerði óbyggð víðerni, eins og þau eru skil­greind í nátt­úru­vernd­ar­lög­um. Bent hafi verið á að lög­in séu nokkuð óljós hvað veglagn­ing­ar varðar. Í þeim segi að upp­byggðir veg­ir skerði óbyggð víðerni en ná­kvæma skil­grein­ingu á upp­byggðum vegi vanti hins veg­ar.

Verði skipu­lags­breyt­ing­arn­ar samþykkt­ar mun Vest­ur­verk sækja um fram­kvæmda­leyfi fyr­ir veglagn­ing­unni til hrepps­nefnd­ar­inn­ar. Verði það samþykkt er stefnt á að hefja lagn­ingu veg­anna og rann­sókn­ir er snjóa leys­ir næsta vor.

Vinna við seinni breyt­ingu á skipu­lags­mál­un­um, þar sem gert verður ráð fyr­ir end­ur­bót­um á veg­in­um inn í Ófeigs­fjörð, ná­kvæm­ari legu virkj­un­ar­mann­virkja og raf­strengs þaðan í Ísa­fjarðar­djúp, hefst fljót­lega.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert