„Einfaldlega af því að það er engin glóra í þessu“

„Ég er miklu hræddari um að það flytji fleiri úr …
„Ég er miklu hræddari um að það flytji fleiri úr þessu samfélagi vegna virkjunarinnar heldur en til þess,“ segir Valgeir Benediktsson. „Við þurfum á fleira fólki að halda. Þessari virkjun fylgir ekki fleira fólk.“ mbl.is/Golli

„Ég er al­gjör­lega mót­fall­inn þess­ari virkj­ana­hug­mynd. Og verð sí­fellt ákveðnari í því að þetta sé ekki far­sæl lausn fyr­ir þetta sam­fé­lag og ekki fjórðung­inn held­ur.“

Þetta seg­ir Val­geir Bene­dikts­son, sem býr að bæn­um Árnesi II í Árnes­hreppi á Strönd­um. Þarna er hann að tala um Hvalár­virkj­un sem fyr­ir­tækið Vest­ur­verk á Ísaf­irði áform­ar að reisa í Ófeigs­firði. Val­geir er al­inn upp í hreppn­um. Hann fór suður, eins og hann orðar það, í fjór­tán ár, en hef­ur nú búið í Árnes­hreppi sam­fleytt í yfir þrjá­tíu ár. Val­geir kom á fót byggðasafn­inu Kört við heim­ili sitt fyr­ir nokkr­um árum. Safnið er kennt við sam­nefnt sker í Tré­kyll­is­vík­inni. Þannig kall­ast safnið og skerið á yfir sjó­inn.

Ferðamönn­um fjölg­ar í Tré­kyll­is­vík og Norðurf­irði ár hvert. Þar er nú að finna að sum­ar­lagi vin­sælt  kaffi­hús og gisti­staði. Ferðalang­ar skella sér gjarn­an í sund í hinni sér­stæðu sveit­ar­laug í Kross­nesi og svo líta marg­ir hverj­ir við hjá Val­geiri í Kört. Safnið geym­ir merka og langa sögu byggðarlags­ins og þar er hægt að kynn­ast Stranda­mönn­um sem bjuggu í þess­ari mat­arkistu við ysta haf í gegn­um ald­irn­ar. 

Ótt­ast að fólk flytji í burt

Árnes­hrepp­ur er fá­menn­asta sveit­ar­fé­lag lands­ins og í fyrra flutt­ust þaðan þrjár fjöl­skyld­ur, þeirra á meðal ung­ir bænd­ur með börn. Slík blóðtaka er erfið fyr­ir viðkvæmt byggðarlag og ýmis þjón­usta, svo sem grunn­skóli og versl­un, er í upp­námi.

Á sama tíma og þetta er að eiga sér stað hef­ur umræða um virkj­ana­áform í hreppn­um orðið há­vær­ari. „Það má segja að síðasta árið hafi verið farið að ræða hér um Hvalár­virkj­un af ein­hverri al­vöru,“ seg­ir Val­geir. „Ég er miklu hrædd­ari um að það flytji fleiri úr þessu sam­fé­lagi vegna virkj­un­ar­inn­ar held­ur en til þess. Við þurf­um á fleira fólki að halda. Þess­ari virkj­un fylg­ir ekki fleira fólk.“

Rennsli þriggja áa á Ófeigsfjarðarheiði yrði virkjað. (F.v.): Rjúkandi, Hvalá …
Rennsli þriggja áa á Ófeigs­fjarðar­heiði yrði virkjað. (F.v.): Rjúk­andi, Hvalá og Ey­vind­ar­fjarðará. mbl.is/​Golli

Álit Skipu­lags­stofn­un­ar á mats­skýrslu um­hverf­isáhrifa virkj­un­ar­fram­kvæmd­ar­inn­ar var gefið út í apríl. Í kjöl­farið komst veru­leg hreyf­ing á umræðuna, ekki aðeins í Árnes­hreppi held­ur víða um land. Í sum­ar voru svo stofnuð nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­in Rjúk­andi í hreppn­um. Sam­tök­in eru kennd við eina þeirra áa sem til stend­ur að virkja. Val­geir tók þátt í stofn­un þeirra og á sæti í stjórn­inni.

„Það eru marg­ir að átta sig á því núna að þetta lít­ur allt öðru­vísi út en við héld­um,“ seg­ir hann um virkj­ana­áformin. „Það er auðvelt að af­vega­leiða fólk með óljós­um lof­orðum. Fólk kynn­ir sér ekki skýrsl­ur. Sem er vont þegar stór fram­kvæmd, sem hef­ur svona gíf­ur­leg um­hverf­isáhrif, er ann­ars veg­ar.“

For­send­ur að mestu brostn­ar

Að sögn Val­geirs eru for­send­urn­ar sem nefnd­ar voru áður í tengsl­um við virkj­un­ina að mestu brostn­ar. „Það var alltaf talað um að það myndu fylgja þessu bætt­ar vega­sam­göng­ur og raf­streng­ur úr virkj­un og hingað. En það er að koma í ljós að hvor­ugt er lík­lega á leiðinni.“

Nú sé talað um línu­veg yfir Ófeigs­fjarðar­heiði og vest­ur í Ísa­fjarðar­djúp. Slíkt yrði eng­in sam­göngu­bót fyr­ir heima­menn, sér­stak­lega í ljósi þess að veg­ur­inn yrði und­ir snjó níu mánuði árs­ins. „Og við erum al­veg búin að fá nóg af snjómokstri.“ Enda þykir Val­geiri ólík­legt að snjón­um verði nokk­urn tím­ann rutt af þeim fjalla­vegi.

mbl.is/​Krist­inn Garðars­son

En það eru um­hverf­isáhrif virkj­un­ar­inn­ar sem hvíla helst á Val­geiri. „Ég get ekki sætt mig við þau. Þau  eru svo miklu, miklu meiri en að hægt sé að rétt­læta þetta.“

Blekk­ing­ar­leik­ur

Margt er enn á huldu um fram­kvæmd­ina í heild að mati Val­geirs. Enn sé ekki búið að ákveða hvernig virkj­un­in verði tengd flutn­ings­kerfi raf­orku. Vest­ur­verk og HS orka hafa sagt að teng­ing virkj­un­ar­inn­ar  suður til Kolla­fjarðar stór­bæti af­hend­ingarör­yggi á Vest­fjörðum. „Þetta hef­ur nú verið af­hjúpað sem ein stór blekk­ing,“ seg­ir Val­geir. Landsnet, Rjúk­andi, Jarðstreng­ir og fleiri hafi upp­lýst að teng­ing virkj­un­ar­inn­ar til suðurs bæti í engu raf­orku­ör­yggi á veitu­svæði Mjólkár­virkj­un­ar. Teng­ing virkj­un­ar­inn­ar til Ísa­fjarðar væri mögu­leg með sæ­streng frá Nauteyri við Ísa­fjarðar­djúp.“ Sá streng­ur, ef það er ein­hver mögu­leiki á lagn­ingu hans, væri lík­lega um 15 kíló­metr­um lengri en streng­ur­inn til Vest­manna­eyja, og því vænt­an­lega ekki á dag­skrá næstu ára­tug­ina.“

Það er því skoðun Val­geirs að hring­teng­ing­in sem alltaf hafi verið talað um sé því „blöff frá upp­hafi. Það er verið að plata Vest­f­irðinga alla og það sorg­lega er að Fjórðungs­sam­band Vest­f­irðinga tek­ur þátt í þess­um blekk­ing­ar­leik.“

 Val­geir minn­ir á að það standi ekki til að virkja aðeins eina á, eins og stund­um sé talað um, held­ur þrjú stór vatns­föll. Hann seg­ir Hvalár­virjk­un því rang­nefni. Virkja eigi þrjár ár: Hvalá, Rjúk­anda og Ey­vind­ar­fjarðará með því að stífla vötn og gera þrjú uppistöðulón á Ófeigs­fjarðar­heiði. Slíkt mun skerða óbyggð víðerni Vest­fjarða veru­lega auk þess sem vatns­magn í foss­um mun minnka, stund­um veru­lega.

Vinnu­veg­ir að vötn­um

Nú liggi fyr­ir hrepps­nefnd að af­greiða til­lög­ur um breyt­ing­ar á aðal- og deili­skipu­lagi hrepps­ins þar sem m.a. er gert ráð fyr­ir 25 kíló­metra löng­um vinnu­veg­um um fyr­ir­hugað virkj­ana­svæði.

 „Þetta er stór fram­kvæmd,“ seg­ir Val­geir, „og þetta er sú veglagn­ing sem mest andstaða gæti orðið við.“ Veg­ina eigi að leggja upp á heiðina og að vötn­um sem til stend­ur að stífla. Þeir fari því um óbyggð víðerni í skil­grein­ingu nátt­úru­vernd­ar­laga. Slík­um svæðum skal ekki raska nema að brýna nauðsyn beri til og að al­manna­hags­mun­ir séu í húfi. „Þegar þess­ir veg­ir eru komn­ir þá yrði erfitt að bakka út úr þessu. Með þeim myndi skap­ast þrýst­ing­ur á að halda áfram.“

Að mati Val­geirs gætu ein­hver já­kvæð áhrif orðið á þjón­ustu í hreppn­um á fram­kvæmda­tím­an­um. Hann seg­ir hins veg­ar alls óvíst hver þau yrðu þar sem stór­um vinnu­búðum yrði komið upp á virkj­ana­svæðinu og þar yrði starf­rækt mötu­neyti. „Þeir þurfa þá varla á versl­un­inni í Norðurf­irði að halda.“

Eft­ir að virkj­un­in yrði gang­sett myndu eng­in heils­ár­störf skap­ast í hreppn­um. „Það er því lang­sótt að þetta muni skipta hrepp­inn ein­hverju veru­legu máli til lengri tíma litið.“

Vest­ur­verk sendi hrepps­nefnd Árnes­hrepps í vor hug­myndal­ista yfir sam­fé­lags­verk­efni sem fyr­ir­tækið er til­búið að taka þátt í yrði virkj­un­in að veru­leika. Val­geir seg­ist hafa heyrt um þenn­an lista en ekki séð hann. „Ef ein­hver lof­orðalisti er til, af hverju er hann ekki bara op­in­ber og til umræðu?  Ég myndi fyr­ir mitt leyti ekki vilja fórna þess­ari heiði fyr­ir eina máln­ing­ar­fötu utan á skól­ann,“ seg­ir Val­geir.

Valgeir kom á fót byggðasafninu Kört við heimili sitt í …
Val­geir kom á fót byggðasafn­inu Kört við heim­ili sitt í Árnes­hreppi fyr­ir nokkr­um árum. Safnið er kennt við sam­nefnt sker í Tré­kyll­is­vík. mbl.is/​Golli

Mál­in lítið rædd

Val­geir á sér skoðana­bræður og -syst­ur í sveit­inni en aðrir eru hlynnt­ir virkj­ana­áformun­um. Sum­ir gefa ekki upp af­stöðu sína. Hann seg­ir þessi mál þó lítið rædd. „Fólk forðast að tala um þetta en marg­ir hugsa ef­laust sitt.“

 Val­geir gagn­rýn­ir að heild­ar­sýn á verk­efnið allt vanti. „Það er verið að setja hina og þessa þætti inn á skipu­lag. Sumt er farið í um­hverf­is­mat, annað ekki. Ég nefni sem dæmi áhrif fram­kvæmd­anna á Ey­vind­ar­fjörðinn og línu­lagn­ing­ar yfir heiðina. Ekk­ert af þessu ligg­ur enn fyr­ir.“

Hann seg­ist enn vongóður um að fallið verði frá virkj­un­ar­áformun­um. „Ein­fald­lega af því að það er eng­in glóra í þessu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert