Áfram í varðhaldi vegna fljótandi kókaíns

Hæstiréttur íslands.
Hæstiréttur íslands. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Bras­il­ísk­ur karl­maður sem hand­tek­inn var við komu til lands­ins á Kefla­vík­ur­flug­velli í mars, þegar toll­verðir lögðu hald á kókaín í fljót­andi formi sem maður­inn var með í ferðatösku sinni, hef­ur verið úr­sk­urðaður í áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald til loka janú­ar.

Hæstirétt­ur staðfesti gæslu­v­arðhaldið yfir mann­in­um á föstu­dag­inn, en hann var  hand­tek­inn 22. Mars við kom­una hingað til lands grunaður um stór­fellt fíkni­efna­laga­brot.Ákæra á hend­ur mann­in­um var gef­in út um miðjan júní, en sam­kvæmt henni er maður­inn grunaður um að hafa staðið að inn­flutn­ingi á 1.950 ml af kókaíni sem var með 69% styrk­leika.

Fjallað var um málið eft­ir að það komst upp, enda var þetta í fyrsta skiptið sem toll­gæsl­an hafði af­skipti af inn­flutn­ingi á kókaíni í fljót­andi formi.

Maður­inn var dæmd­ur í þriggja og hálfs árs fang­elsi í júlí, en hann hef­ur áfrýjað dóm­in­um til Hæsta­rétt­ar. Í úr­sk­urði héraðsdóms varðandi áfram­hald­andi varðhald yfir mann­in­um seg­ir að hann sé er­lend­ur rík­is­borg­ari með eng­in tengsl við Ísland svo vitað sé. Því sé fall­ist á þau rök að ætla megi að hann muni reyna að kom­ast úr landi, leyn­ast eða koma sér með öðrum hætti und­an frek­ari meðferð máls­ins fari hann frjáls ferða sinna. Hæstirétt­ur staðfesti þenn­an úr­sk­urð héraðsdóms.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert