„Annar hver lífeyrisþegi á 50 milljónir“

Brynjar Níelsson, daginn sem ríkisstjórnin féll.
Brynjar Níelsson, daginn sem ríkisstjórnin féll. mbl.is/Hanna

„Fimm­tíu millj­óna króna viðskipti eru ekk­ert langt frá ein­hverju venju­legu fólki,“ sagði Brynj­ar Ní­els­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í Morg­unút­varpi Rás­ar 2 í morg­un. Hann, ásamt Helgu Völu Helga­dótt­ur, fram­bjóðanda Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, ræddi við þátta­stjórn­end­ur, um lög­bannið sem Glitn­ir HoldCo lagði á Stund­ina í fyrra­kvöld.

Brynj­ar sagði að lög­bannið væri gagns­laust og tíma­setn­ing­in frá­leit. „Ég held þetta skaði for­mann­inn og flokk­inn,“ sagði hann og Helga Vala tók und­ir það. Hún velti því svo upp hvort Bjarni gæti haft sam­band við sýslu­mann og látið aflétta lög­bann­inu hvað sig varðar. Brynj­ar og Helga Vala eru bæði lög­fræðing­ar og töldu að þetta gæti verið fær leið. „Ég geri ráð fyr­ir því að hver og einn geti aflétt banka­leynd hvað sig varðar,“ sagði Brynj­ar og bætti við að þetta gæti komið til skoðunar.

Helga Vala er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Helga Vala er odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður.

Brynj­ar sagði í þætt­in­um að frétta­flutn­ing­ur af fjár­mál­um Bjarna – sem vörðuðu 10 til 11 ára göm­ul viðskipti – væru til þess fall­in að andúð á flokkn­um og for­mann­in­um mögnuðust. Fram kom að um helg­ina hefði Stund­in greint frá því að Bjarni hefði losnað und­an ábyrgð á 50 millj­óna króna kúlu­láni.

Brynj­ar sagði þá að 50 millj­ón­ir króna væru ekki mikl­ir pen­ing­ar og að slík­ar upp­hæðir væru „ekk­ert langt frá venju­legu fólki“. Venju­legt fólk keypti sér stund­um íbúðir fyr­ir fimm­tíu millj­ón­ir. „Þess­ar töl­ur eru ekk­ert fjarri venju­legu fólki, Helga Vala. Ann­ar hver líf­eyr­isþegi á kannski 50 millj­ón­ir sem menn eru að fjár­festa með. Menn eru að fjár­festa með líf­eyr­inn sinn – sem er miklu meiri en 50 millj­ón­ir hjá venju­legu fólki, Helga Vala,“ sagði Brynj­ar.

Venju­leg­ur maður

Hún spurði þá hvort sú væri virki­lega raun­in. Fimm­tíu millj­ón­ir væru upp­hæð sem flesta munaði veru­lega um. „Fólk mun­ar um það ef sjálf­skuld­arábyrgð upp á 50 millj­ón­ir er felld niður,“ sagði hún og vísaði til áður­nefndra frétta.

Brynj­ar svaraði því til að fólk hefði ólík­an bak­grunn. Bjarni væri dæmi um venju­leg­an mann sem færi í viðskipti og þaðan inn á þing. Hann hafi svo sagt sig frá öll­um viðskipt­um þegar hann varð formaður flokks­ins. „Þetta eru ekk­ert stór­kost­lega mikl­ir pen­ing­ar sem þarna er um að ræða. Menn koma víðsveg­ar að og staða fólks er mis­mun­andi. Fimm­tíu millj­ón­ir eru ekk­ert fjarri ein­hverj­um al­menn­ingi. Fullt af fólki á þetta mikla pen­inga.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert