„Ekki búið að fara fram á lögbann“

Ingólfur Hauksson, forstjóri Glitnis HoldCo.
Ingólfur Hauksson, forstjóri Glitnis HoldCo.

„Það er ekkert að frétta,“ segir Ingólfur Hauksson, forstjóri Glitnis HoldCo, um hugsanlegt lögbann gegn breska miðlinum The Guardian.

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu lagði á mánudag lögbann á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum frá Glitni. „Ljóst er að um­fjöll­un­in bygg­ist á um­fangs­mikl­um gögn­um sem varða fjöl­marga nafn­greinda viðskipta­menn bank­ans,“ sagði í lög­banns­beiðninni sem lögð var fram til sýslu­manns fyr­ir helgi.

Frétt mbl.is: Málið ætti að skýrast í dag

Ingólfur sagði við mbl.is á þriðjudag að málið skýrðist væntanlega þann dag. Af því varð ekki. Hann vill ekki tjá sig um framgang málsins að öðru leyti en þessu: „Það er ekki búið að fara fram á lögbann“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert