Meðallífeyrisþeginn á 40 milljónir í hreina eign

mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Hrein eign ein­stak­linga yfir 67 ára aldri, þ.e. eign­ir að frá­dregn­um skuld­um, var rúm­lega 40 millj­ón­ir króna að meðaltali árið 2016. Þess­ar töl­ur má finna á heimasíðu Hag­stofu Íslands en í kjöl­far um­mæla Brynj­ars Ní­els­son­ar hafði blaðamaður mbl.is sam­band við Hag­stof­una til þess að fá upp­lýs­ing­ar um hreina eign elli­líf­eyr­isþega. 

Brynj­ar Ní­els­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, komst í frétt­ir í fyrra­dag eft­ir að hafa látið þau orð falla að 50 millj­ón­ir króna væru ekki mikl­ir pen­ing­ar og að slík­ar upp­hæðir væru „ekk­ert langt frá venju­legu fólki“. 

„Þess­ar töl­ur eru ekk­ert fjarri venju­legu fólki [...] Ann­ar hver líf­eyr­isþegi á kannski 50 millj­ón­ir sem menn eru að fjár­festa með. Menn eru að fjár­festa með líf­eyr­inn sinn – sem er miklu meiri en 50 millj­ón­ir hjá venju­legu fólki [...],“ sagði Brynj­ar en Stund­in hafði greint frá því að Bjarni Bene­dikts­son hefði losnað und­an ábyrgð á 50 millj­óna króna kúlu­láni.

5,7 millj­ón­ir í verðbréfa­eign

Sam­kvæmt gögn­um Hag­stof­unn­ar voru eign­ir þessa hóps 45,7 millj­ón­ir að meðaltali en skuld­ir um 5,3 millj­ón­ir. Meðaltal get­ur hins veg­ar gefið skakka mynd ef fáir eigna­mikl­ir ein­stak­ling­ar hafa áhrif á það og þá er betra að skoða miðgildi. 

Miðgildi eigna hóps­ins var 34,4 millj­ón­ir en miðgildi skulda 0,4 millj­ón­ir. Hrein eign elli­líf­eyr­isþega, reiknuð út frá miðgildi, var því 34 millj­ón­ir króna. Á miðgildi og meðaltali mun­ar 6 millj­ón­um sem gef­ur til kynna að dreif­ing gagn­anna teyg­ist lengra í ann­an end­ann, þe.a.s. að nokkr­ir eigna­mikl­ir ein­stak­ling­ar skekki mynd­ina. 

Und­ir eign­ir falla inn­lend­ar og er­lend­ar fast­eign­ir, pen­inga­leg­ar eign­ir, svo sem inn­lán og verðbréf, öku­tæki og aðrar eign­ir eins og skyldu­sparnaður. 

Meðal­elli­líf­eyr­isþeg­inn á að meðaltali 30 millj­óna króna fast­eign, öku­tæki að virði 1,6 millj­óna króna, inn­lán upp á 7,8 millj­ón­ir og verðbréf að virði 5,7 millj­óna króna. Aðrar eign­ir nema 668 þúsund­um króna. Eign­ir elli­líf­eyr­isþega mynda um 40% af heild­ar­eign­um lands­manna. 

Þór­unn Svein­björns­dótt­ir, formaður Lands­sam­bands eldri borg­ara, hafnaði um­mæl­um Brynj­ars. Hún sagði að auðvitað væri til fólk sem ætti þessa upp­hæð í ein­hverj­um bréf­um eða í pen­ing­um en fyrst og fremst væru eign­ir mjög stórs hóps bundn­ar í fast­eign­um. Ekki væri hægt að losa þær nema að minnka við sig og í dag minnkaði fólk ekki við sig nema það kostaði meira.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert