Skýrsla um áfellisdóma yfir ríkinu

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslensk­ir dóm­stól­ar hafa stund­um van­rækt að taka af­stöðu til þess hvort þau mál­efni sem fjöl­miðlar fjalla um eiga er­indi við al­menn­ing eða ekki. Þetta er á meðal þess sem fram kem­ur í nýrri skýrslu Mann­rétt­inda­stofn­un­ar Há­skóla Íslands um dóma Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um tján­ing­ar­frelsi.

Stofn­un­inni var af beiðni stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is falið að rann­saka dóma sem gengið hafa hjá Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu á ár­un­um 2012-2017, í mál­um gegn ís­lenska rík­inu. Skýrsl­an var unn­in af Gunn­ari Páli Bald­vins­syni.

Sex áfell­is­dóm­ar yfir rík­inu

Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn hef­ur ít­rekað kom­ist að þeirri niður­stöðu að Ísland hafi brotið gegn tján­ing­ar­frelsi fjöl­miðlafólks, eða í sex skipti á um­ræddu tíma­bili. Mál­in sem skoðuð eru í skýrsl­unni eru mál Bjark­ar Eiðsdótt­ur (Gold­fin­ger), þrjú mál Erlu Hlyns­dótt­ur (Átök á Straw­berries, Byrgið og fíkni­efnainn­flutn­ing­ur), mál Stein­gríms Sæv­ars Ólafs­son­ar (Fram­bjóðandi til stjórn­lagaþings) og mál Reyn­is Trausta­son­ar (Kæra til lög­reglu). Í öll­um þess­um mál­um varð niðurstaðan áfell­is­dóm­ur yfir ís­lenska rík­inu.

Í tveim­ur mál­um, sem einnig voru skoðuð, máli Ólafs Arn­ars­son­ar (LÍÚ og AMX) og Svavars Hall­dórs­son­ar (Fons og Panama) var ís­lenska ríkið sýknað af Mann­rétt­inda­dóm­stóln­um.

Blaðamenn dæmd­ir til að greiða miska­bæt­ur

Öll of­an­greind mál voru til kom­in vegna meiðyrðamála sem höfðuð voru fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um gegn frétta- eða blaðamönn­um, rit­stjór­um eða grein­ar­höf­und­um. Þau voru höfðuð vegna til­tek­inna um­mæla um nafn­greinda ein­stak­linga sem birt­ust í ís­lensk­um fjöl­miðlum.

„Í um­rædd­um mál­um féllust ís­lensk­ir dóm­stól­ar á að máls­höfðun lyti a.m.k. að hluta til að til­tekn­um um­mæl­um þar sem þeir ein­stak­ling­ar, sem fjöl­miðlar hefðu fjallað um, hefðu verið sakaðir um refsi­vert at­hæfi, væru til rann­sókn­ar vegna slíkr­ar hátt­semi eða tengd­ust glæp­a­starf­semi,“ seg­ir í skýrsl­unni. Ekki haft þótt liggja fyr­ir nægj­an­lega traust­ar sann­an­ir fyr­ir um­mæl­un­um og þau hafi því varðað 235. grein al­mennra hegn­ing­ar­laga, sem fjall­ar um aðdrótt­an­ir.

„Í öll­um til­vik­um var fjöl­miðlafólki gert að greiða stefn­end­um miska­bæt­ur og máls­kostnað auk þess sem hin um­deildu um­mæli voru dæmd dauð og ómerk. Það fjöl­miðlafólk sem laut í lægra haldi í þess­um mál­um kærði niður­stöðurn­ar til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu.

Hæstiréttur íslands.
Hæstirétt­ur ís­lands. Þórður Arn­ar Þórðar­son

Van­ræksla ís­lenskra dóm­stóla

Í skýrsl­unni, þar sem rýnt er í dóma Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins, er kom­ist að þeirri niður­stöðu að ís­lensk­ir dóm­stól­ar hafi stund­um van­rækt að fjalla um hvort um­fjöll­un­ar­efni fjöl­miðla átti er­indi við al­menn­ing. Þá kem­ur fram að ekki hafi alltaf verið tek­in afstaða til stöðu og fyrri hegðunar þess ein­stak­lings sem fjallað er um og í sum­um mál­um hafi ís­lensk­ir dóm­stól­ar van­rækt að líta til þess að fjöl­miðlafólk hafi unnið störf sín í góðri trú og gætt jafn­væg­is í um­fjöll­un sinni.

Fram kem­ur að í um­rædd­um mál­um hafi Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn sjálf­ur oft lagt mat á um­rædd sjón­ar­mið og að þau leiddu til þess að „ekki hefði verið nauðsyn­legt í lýðræðis­legu þjóðfé­lagi að tak­marka tján­ing­ar­frelsi fjöl­miðlafólks.“

Blaðamenn beri ekki ábyrgð á um­mæl­um viðmæl­enda

Einnig er í skýrsl­unni bent á að sam­kvæmt dóm­um Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins hafi í nokk­ur skipti verið brotið gegn tján­ing­ar­frelsi fjöl­miðlafólks með því að gera það ábyrgt fyr­ir um­mæl­um sem höfð voru eft­ir nafn­greind­um viðmæl­end­um. Dóm­stól­inn hafi áréttað að sér­stak­ar ástæður þyrftu að koma til svo blaðamenn yrðu látn­ir bera ábyrgð í slík­um til­vik­um. Þær hafi ekki verið fyr­ir hendi.

Bent er á að lög sem sett voru 2011 kveða á um að um­mæli sem höfð séu eft­ir nafn­greind­um ein­stak­lingi, hafi hann samþykkt birt­ingu þeirra, séu á ábyrgð þess ein­stak­lings. Lög­gjaf­inn hafi því þegar brugðist við þeirri dóma­fram­kvæmd ís­lenskra dóm­stóla sem Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn átti eft­ir að finna að síðar.

Mannréttindadómstóll Evrópu.
Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu. Ljós­mynd / ECHR

Þá kem­ur fram að Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn hafi í dóm­um sín­um fundið að því hvaða skiln­ing ís­lensk­ir dóm­stól­ar lögðu í ýmis þeirra um­mæla sem mál­in lutu að. Dóm­stóll­inn hafi virst ósam­mála mati ís­lenskra dóm­stóla á efn­is­legu inn­taki sumra um­mæl­anna. Þau hafi af Mann­rétt­inda­dóm­stóln­um ekki verið tal­in jafn meiðandi og að mati ís­lensku dóm­stól­anna.

Ekki kraf­ist fyllstu ná­kvæmni um hug­tök

Í skýrsl­unni koma fram leiðbein­ing­ar sem ís­lensk­ir dóm­stól­ar megi hafa til hliðsjón­ar þegar meta þarf hvort nauðsyn­legt er að tak­marka tján­ing­ar­frelsi. Þar seg­ir meðal ann­ars að ekki ætti að „gera þá kröfu til þeirra sem tjá sig á op­in­ber­um vett­vangi að þeir gæti fyllstu ná­kvæmni um hug­tök sem kunni að hafa sér­tæka merk­ingu á fagsviðum. Sér­stak­lega verður ekki gerð sú krafa til al­menn­ings eða blaðamanna að notuð séu ná­kvæm­lega rétt lög­fræðileg hug­tök þótt saka­mál séu til um­fjöll­un­ar.“

Þessu má finna stað í máli Reyn­is Trausta­son­ar þar sem það var tal­in aðdrótt­un að staðhæfa í DV að til­tek­inn lektor í viðskipta­fræði væri til rann­sókn­ar hjá lög­reglu. Dóm­stóll­inn taldi að ekki hefði verið þörf á því að gera grein­ar­mun á því hvort um­rædd­ur lektor hefði verið til rann­sókn­ar eða til skoðunar hjá lög­reglu.

Í skýrsl­unni er bent á að ís­lensk­ir dóm­stól­ar hafi á síðustu árum að ein­hverju marki tekið mið af áfell­is­dóm­um Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins yfir rík­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka