Forsíða nýjasta tölublaðs Stundarinnar er með óvenjulegu sniði í dag en hún er svört. Ástæðan er væntanlega lögbann sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu gegn fréttaflutningi Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum úr gamla Glitni.
Frétt mbl.is: „Forsíðan er svert í mótmælaskyni“
Opinn fundur var haldinn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í gærmorgun. Þar var fjallað um vernd tjáningarfrelsis.
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, sagði að það væri galið að stöðva lýðræðislega umræðu í aðdraganda þingkosninga. „Að mínu viti er um embættisafglöp að ræða. Við verðum nánast að athlægi erlendis.“