Vinstri grænir lækka flugið

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, Miðflokk­ur­inn, Viðreisn og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hafa bætt stöðu sína frá síðustu viku sam­kvæmt nýrri könn­un á fylgi fram­boða sem Fé­lags­vís­inda­stofn­un Há­skól­ans gerði fyr­ir Morg­un­blaðið dag­ana 16. til 19. októ­ber. Flokk­ur fólks­ins tap­ar fylgi og fær eng­an mann kjör­inn. Sama er að segja um Bjarta framtíð. Fylgi VG minnk­ar og einnig dregst fylgi Pírata sam­an.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn efl­ist

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er stærsti flokk­ur­inn sam­kvæmt könn­un­inni með 25,1% fylgi. Fengi hann 17 þing­menn kjörna , en hef­ur nú 21. Í könn­un­inni fyr­ir viku var fylgi hans 22,6%. Vinstri hreyf­ing­in – grænt fram­boð er næst stærst með 23,2% fylgi og 16 þing­menn, en hef­ur nú 10 þing­menn. Í síðustu könn­un mæld­ist fylgið 27,4%. Fylg­istapið er því um­tals­vert.

Sam­fylk­ing­in er þriðji stærsti flokk­ur­inn og hef­ur fylgi henn­ar lítið breyst frá síðustu viku þegar hún var á mik­illi sigl­ingu. Hún nýt­ur nú stuðnings 15,6% kjós­enda og fengi 11 þing­menn, en hef­ur aðeins 3 núna. Miðflokk­ur­inn mæl­ist með 9,8% fylgi og fengi 6 þing­menn kjörna. Það er mun betri ár­ang­ur en í síðustu könn­un þegar fylgið var 6,4%. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn mæl­ist með 7,1% og fengi 5 þing­menn kjörna í stað 8 sem kosn­ir voru í fyrra. Í síðustu könn­un var fylgi flokks­ins 5,9%. Pírat­ar njóta fylg­is 8,2% kjós­enda og fengju 6 þing­menn, en hafa núna 10. Viðreisn er með 5,7% fylgi og fengi 3 menn kjörna, en hef­ur 7 núna. Flokk­ur­inn mæld­ist með 3,4% í síðustu könn­un og hef­ur því sótt í sig veðrið.

Flokk­ur fólks­ins úti

Flokk­ur fólks­ins mæl­ist með 3,3% fylgi og Björt framtíð með 1,5%. Hvor­ug­ur flokk­anna fengi sam­kvæmt því mann kjör­inn á þing. Önnur fram­boð sem nefnd voru í könn­un­inni voru Dög­un, sem nýt­ur 0,2% fylg­is, og Alþýðufylk­ing­in, sem nýt­ur 0,1% fylg­is. Þá nefndu 0,2% þátt­tak­enda að þeir vildu kjósa „ann­an flokk eða lista“.

Heild­ar­fjöldi í úr­tak­inu var mun stærri en í síðustu könn­un­um Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar, 3.900 manns. Fjöldi þeirra sem af­stöðu tóku til fram­boða var 1.940 eft­ir vigt­un, en þar fyr­ir utan ætlaði 71 að skila auðu, 10 ekki að kjósa, 309 svöruðu „veit ekki“ og 57 vildu ekki svara; sam­tals 2.396.

Fylgistap Vinstri grænna er umtalsvert frá því í síðustu könnun.
Fylg­istap Vinstri grænna er um­tals­vert frá því í síðustu könn­un. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Breytt aðferðafræði

Að þessu sinni spurði Fé­lags­vís­inda­stofn­un þátt­tak­end­ur í könn­un­inni tveggja sömu spurn­inga og áður: „Ef gengið yrði til kosn­inga í dag, hvaða flokk eða lista mynd­ir þú kjósa?“ og „En hvaða flokk eða lista finnst þér lík­leg­ast að þú mun­ir kjósa?“ Þriðja spurn­ing­in, sem notuð var í fyrri könn­un­um, „Hvort held­urðu að sé lík­legra, að þú kjós­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn eða ein­hvern ann­an flokk eða lista?“, var ekki notuð að þessu sinni. „Að jafnaði mun þetta hafa þær af­leiðing­ar að fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins mæl­ist um 2% hærra en það hef­ur gert í könn­un­um Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar hingað til, þó sá mun­ur sé breyti­leg­ur milli kann­ana. Fylgi annarra flokka mun minnka á móti og mun mest draga úr fylgi þeirra flokka annarra en Sjálf­stæðis­flokks­ins sem mælst hafa stærst­ir hverju sinni,“ seg­ir í skýr­ing­um sér­fræðinga Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar.

Einn mögu­leiki á stjórn tveggja

Ef niður­stöður könn­un­ar­inn­ar gengju eft­ir í kosn­ing­un­um í lok mánaðar­ins yrði eini mögu­leik­inn á tveggja flokka rík­is­stjórn sam­stjórn Sjálf­stæðis­flokks­ins og Vinstri grænna með 33 þing­menn. VG og Sam­fylk­ing­in gætu myndað þriggja flokka stjórn með annað hvort Fram­sókn­ar­flokkn­um eða Pír­öt­um og myndu slík­ar stjórn­ir styðjast við 32 þing­sæta meiri­hluta. Ef Miðflokk­ur­inn kæmi í þeirra stað hefði slík stjórn 34 þing­menn. Sam­kvæmt þessu eru lík­ur á því að erfiðlega muni ganga að mynda nýja rík­is­stjórn eft­ir kosn­ing­arn­ar.

Kon­ur hrifn­ast­ar af VG

Sem fyrr er nokk­ur mun­ur á fylgi flokk­anna eft­ir kynj­um. VG nýt­ur þannig fylg­is 31% kvenna en 16% karla. Fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins, Pírata og Miðflokks­ins er meira meðal karla en kvenna. Lít­ill kynjamun­ur er á fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Þegar horft er til ald­urs nýt­ur VG mest fylg­is meðal yngsta kjós­enda­hóps­ins á aldr­in­um 18 til 29 ára, hef­ur þar 23% fylgi, og er einnig sterk­asti flokk­ur­inn meðal kjós­enda á aldr­in­um 30 til 44 ára, þar sem fylgi flokks­ins er 29%, Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur mest fylgi meðal kjós­enda sem eru 45 ára og eldri.

Mun­ur eft­ir bú­setu

Fylgi flokk­anna er sem fyrr nokkuð mis­jafnt eft­ir bú­setu. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Miðflokk­ur­inn hafa mun meira fylgi á lands­byggðinni en á höfuðborg­ar­svæðinu, en þessu er öf­ugt farið með Pírata. Fylgi annarra flokka skipt­ist nokkuð jafnt milli höfuðborg­ar og lands­byggðar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert